svane.jpg - 2932 Bytes Nordisk Medie Nyt

Útgáfa 1998
  
    Aðalsíða - á íslensku | Safn: Ársfjórðungsleg útgáfa | Yfirlit   
  Efnisyfirlit

Danmörk   |  Finnland   |   Ísland   |   Noregur   |   Svíþjóð   |   Norðurlönd

  Ársfjórðungsútgáfur á Medier i Norden
á íslensku eru til á netinu frá og með árinu 1998. Í þeim er að finna útdrátt á íslensku úr greinunum í Medier i Norden á skandinavísku: Resymé.

Öllum er frjálst að vitna í Medier i Norden ef heimildar er greinilega getið.

  Ritstjóri                                                  Ábyrgðarmaður
Terje Flisen (TF)                                      Søren Christensen, framkvæmdastjóri
Postboks 1726 Vika                                 Nordisk Ministerråd,
0121 Oslo, Norge                                     Store Strandstræde 18
Tlf. + 47 22 20 80 61                                DK-1255 København K., Danmark

Medier i Norden (áður Nordisk Medie Nyt) ISSN 1396-9331 rafræn útgáfa.

 

Danmörk

DVB, sjónvarp framtíðar!

Menningarmálaráðuneytið skipaði í desembermánuði 1997 starfshóp til að fjalla um stafrænt hljóðvarp og sjónvarp. Hinn 29. maí 1998 tók ráðherrann við fyrstu áfangaskýrslu starfshópsins "DAB, hljóðvarp framtiðar", sem áður hefur verið fjallað um í Nordisk Medienyt. Hinn 14. september 1998 kom út 2. áfangaskýrslan um stafrænt sjónvarp.

Í starfshópnum sem hefur samið skýrsluna um stafrænt sjónvarp var Knud Erik Skouby, forstöðumaður miðstöðvar um upplýsingar um fjarskiptamál í Tækniháskóla Danmerkur, í stöðu formanns, ásamt fulltrúm frá DR, TV 2, Telestyrelsen, fjarskiptageiranum í Danmörku, vísindaráðuneytinu og menningarmálaráðuneytinu. Tele Danmark hefur tekið þátt sem sérstaklega tilnefndur aðili.

Hópurinn mælir með því að eins fljótt og unnt er verði tekin pólitísk ákvörðun um að kynna stafrænt sjónvarp sem dreift er á jörðu niðri í Danmörku. Ennfremur er mælt með því að núverandi analógir þættir DR og TV 2 verði sendir út bæði með analógum og stafrænum hætti yfir 10-15 ára tímabil. Enn er mælst til þess að hafnar verði vettvangstilraunir með DVB á jörðu niðri í ýmsum hlutum landsins í um 1//2 ár. Loks mælir hópurinn með því að af hálfu Dana verði leitað viðbótarsendimöguleika fyrir staf-rænt sjónvarp sem dreift er á jörðu niðri, e.t.v. með viðræðum við nágrannaþjóðir.

Hvað er DVB?
DVB (Digital Video Broadcast) er ný aðferð við sjónvarpsútsendingar. Samanborið við analóga útsendingu sem fram að þessu hefur verið notast við er í stafrænni útsendingu eftir allnokkru að slægjast fyrir samfélagið, áhorfendur og þá sem bjóða upp á dagskrána.

Samfélagið hefur hagræði af þessu vegna betri nýtingar á tíðnisviðinu. Tíðni er takmörkuð náttúruauðlind sem auk þess að vera eftirsótt fyrir hljóðvarps- og sjónvarpsstarfsemi er eftirsótt til annarra nota, m.a. farsímaþjónustu. Sjónvarpsdagskrá sem send er út analógt frá tilteknu sjónvarpsloftneti þarf sértíðni en samskonar tíðni er unnt að skipta milli að minnsta kosti 4 dagskráa af sam svarandi tæknilegum gæðum í stafrænni útsendingu.

Áhorfendur hljóta ávinning í formi aukins fjölda rása og/eða betri myndgæða, breiðskjámyndar, nýrra kosta á dagskrártengdri þjónustu og þegar til lengri tíma lætur möguleika á að hafa áhrif á efnið (tökuhorn myndavélar o.fl.). Forsenda þessa er almennt að áhorfendur verði sér úti um stafrænan móttökubúnað, þ.e. annað hvort stafrænt viðtæki eða svonefnt set-top box sem þarf að tengja við analógt sjónvarpsviðtæki.

Og loks er stafrænt sjónvarp eftirsótt af sjónvarpsstöðvum almennt vegna lægri flutningskostnaðar og af sjónvarpsstöðvum sem reknar eru í hagnaðarskyni vegna þess að tæknin býður upp á betri möguleika á að bjóða upp á greiðslusjónvarp.

Mælt er með stafrænu sjónvarpi sem dreift er á jörðu niðri Starfshópurinn á vegum menningarmálaráðuneytisins hefur síðan á áramótum rannsakað allnokkur vandamál af tæknilegum og samfélagslegum toga með tilliti til þess að koma upp stafrænu sjónvarpi sem dreift er á jörðu niðri.

Starfshópurinn mælir með stafrænu sjónvarpi sem dreift er á jörðu niðri einkum af þeirri ástæðu að stafrænt sjónvarp felur í sér ofannefnda kosti sem þjóna hagsmunum samfélags og notenda. Jafnframt felur stafræn dreifing sjónvarps í sér þann kost miðað við aðrar dreifingaraðferðir að öllum er kleift að taka á móti sendingunum án þess að þörf sé á gervihnattadiski eða tengingu við kapalkerfi.

Frá menningarpólitísku sjónarhorni (og í viðbúnaðartilliti) ræður þetta atriði úrslitum. Miklu skiptir að almenningsþjónustuþættir DR og TV 2 nái einnig í staf-ræna sjónvarpsheiminum eins stórum áhorfendahópi og unnt er. Ekki er þess að vænta að nein hinna þekktu dreif-ingaraðferða nái til gjörvalls landsins vegna hindrana af eðlisfræðilegum, efnahagslegum eða fagurfræðilegum toga. Um þessar mundir hafa tæplega 70 % heimila í landinu gervihnattadisk eða eru tengd kapalkerfi. Jafnframt tryggir einungis jarðbundin drefing að sjónvarpsþjónusta berist til þeirra heimilisviðtækja sem eru ekki tengd við loftnetsinnstungu.

Einnig frá þjóðhagslegu sjónarmiði er útsending á jörðu niðri hagkvæmust. á;stæðan er sú að ekki er þörf á kostnaðarsamri uppsetningu gervihnattadisks eða kapaltengingar vegna þeirra 30 % danskra heimila þar sem nú er horft á sjónvarp fyrir tilstilli venjulegs loftnets, heldur aðeins hugsanlega þörf á stillingu þess loftnets sem hvert heimili ræður nú þegar yfir. Í skýrslunni er leitt að því líkum að heimilin nái þar með um 2 milljarða danskra króna sparnað í heild.

Þó fylgir því tiltölulega mikill kostnaður fyrir heimilin að verða sér úti um nauðsynlegan stafrænan mótttökubúnað, og í skýrslunni er, eins og getið er að framan, mælt með því að núverandi analóg dagskrá DR og TV 2 verði send út með bæði analógum og stafrænum hætti á 10-15 ára tímabili. Það tímabil samsvarar venjulegum endingartíma nútímasjónvarpsviðtækja.

Hver getur sent með stafrænum hætti um netið á jörðu niðri?
Danmörk ræður um þessar mundir aðeins yfir einum lausum tíðniflokk. Þessi flokkur er í samningnum um fjölmiðlastefnu frá árinu 1996 frátekinn fyrir stafrænt sjónvarp. Í samningnum er því slegið föstu að stöðvunum DR og TV 2 verði hverri um sig úthlutað 2 stafrænum rásum fyrir nýja dagskrá, svo og stafræna dreifingu á núverandi analógri dagskrá. Öðrum stafrænum rásum skal samkvæmt samningnum úthlutað til annarra sem bjóða upp á dagskrá.

Starfshópurinn hefur ekki á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga getað lagt mat á það hvort fleiri dreifingaraðilar stafræns sjónvarps rúmist í hinum lausa tíðniflokki. Ástæðan er sú að til þess að hægt sé að meta slíkt verður að leysa úr ýmsum tæknilegum málum sem ráða þeirri flutningsgetu, sem til ráðstöfunar verður á tíðnunum og möguleikum á að nýta hana.

Starfshópurinn mælir þess vegna með því að vettvangstilraunir verði gerðar með DVB á jörðu niðri sem standi í 1/2 ár í sumum landshlutum. á tilraunatímanum hafa einungis Danmarks Radio og TV 2 ráðstöfunarrétt yfir flutningsgetunni. Eftir tilraunabilið skal tekin pólitísk afstaða til þess hvernig nýta beri hugsanlega umframflutningsgetu.

Starfshópurinn álítur mikilvægt fyrir framtíð hins stafræna sjónvarps á jörðu niðri að útvegaðir verði fleiri sendimöguleikar en núverandi tíðniflokkur leyfir. Starfshópurinn mælir þess vegna með því að pólitísk ákvörðun verði tekin um að leita viðbótarsendimöguleika fyrir stafrænt sjónvarp á jörðu niðri í Danmörku, svo og um rammana fyrir þetta. Ef af verður gætu viðræður hafist við þær stofnanir í nágrannalöndunum sem ráðstafa tíðniúthlut-unum í því skyni að útvegaðir verði viðbótartíðniflokkar fyrir stafrænt sjónvarp á jörðu niðri.

Hvernig á að fjármagna stafrænt sjónvarp? Við þeirri spurningu gefur skýrslan ekkert svar þar eð aðeins er hægt að svara henni pólitískt.

Meginkostnaður DR og TV 2, þegar hafin verður stafræn útsendingarstarfsemi, tengist þróun nýs stafræns dagskrárefnis. Ekki verður aðeins um að ræða að útvega þurfi hefðbundna dagskrárþætti til útsendingar um nýjar stafrænar rásir sem DR og TV 2 í krafti fjölmiðlasamkomulagsins hafa öðlast möguleika á að senda á. Ef nýta á kosti stafrænu sjónvarpstækninnar er nauðsynlegt að móta nýja stafræna dagskrártengda sjónvarpsþjónustu og nýjar dagskrárhugmyndir sem hvíla á möguleikum nýrrar stafrænnar tækni.

Kostnaður vegna uppbyggingar stafræns sendinets á jörðu niðri skiptir í þessu sambandi minna máli.

CVA/Greiní Kulturkontakten - september 1998

Skýrsla hljóðvarps- og sjónvarpsauglýsingarnefndarinnar fyrir árið 1997

Hljóðvarps- og sjónvarpsauglýsingarnefndin sendi í ágústmánuði frá sér skýrslu sína vegna ársins 1997.

Í; skýrslunni er lýst nokkrum þeirra veigameiri úrskurða sem nefndin hefur kveðið upp árið 1997. Til dæmis hafa verið á ferðinni allnokkrir úrskurðir um brot á banni auglýsingarreglugerðarinnar gegn mismunun, þar með talið vegna kyns, trúarbragða og kynþáttar. Nefndin hefur í engum þessara mála viðurkennt kröfur kvartenda.

Af ársskýrslunni er ljóst að fjöldi móttekinna kvartana er takmarkaður miðað við fjölda auglýsinga sem útvarpað er. á stöðinni TV 2 einni var þannig sjónvarpað um 4.500 mismunandi auglýsingum og kvartanir bárust aðeins vegna 20 þeirra.

Auk þess hefur nefndin á árinu 1997 gefið út 8 umsagnir um faldar auglýsingar í dagskrárþáttum. Nefndin öðlaðist heimild til að fjalla um þau mál þann 1. janúar 1997. Í ársskýrslunni er staðfest að meðferð nýtilkominna mála er almennt tímafrekari og flóknari en meðferð hefðbundinna mála um inntak auglýsinga. Í framhaldi af þessu er þess getið að nefndin hyggist skila álitsgerð til ráðherra haustið 1998 m.a. varðandi þörfina á hugsanlegum breytingum eða lagfæringum á ákvæðum um faldar auglýsingar.

CVA

Styrkur til danskra kvikmynda aukinn stig af stigi úr 200 í 350 milljónir danskra króna á ári

"Ríkisstjórnin vill miklu fleiri danskar kvikmyndir á sýningartjöld og sjónvarpsskjái. Því verður fjárveiting ríkisins til kvikmyndagerðar aukin með 75 % á næstu þrem árum. Að samanlögðu eykst styrkur til kvikmynda úr 200 milljónum d. kr í 350 milljónir d. kr. á ári", segir í fréttatilkynningu úr menningarmálaráðuneytinu.

"Hins mikla átaks í danskri kvikmyndagerð sér stað í frumvarpi ríkisstjórnarinnar að fjárlögum fyrir árið 1999. Samkvæmt frumvarpinu á dönsk kvikmyndagerð að fá 50 milljónum d. kr. meira í sínn hlut á næsta ári, 100 milljónum d. kr. meira árið 2000 og 150 milljónum d. kr. meira árið 2001. Verður heildarframlagið um 350 milljónir d. kr. á ári. átakið ætti gjarnan að leiða til nærri því tvöföldunar á fjölda danskra kvikmynda.

Elsebeth Gerner Nielsen menningarmálaráðherra lýsir framtakinu sem afar mikilvægu og nauðsynlegu átaki í menningartilliti", segir í fréttatilkynningunni.

TF/Menningarmálaráðuneytið

Meiri knattspyrna handa öllum

Framkvæmdastjórn ESB hefur nú samþykkt þann lista yfir íþróttaviðburði, sem sjónvarpsstöðvar, er dreifa efni til alls landsins, eiga að áliti Elsebeth Gerner Nielsen, menningarmálaráðherra að hafa möguleika á að sýna - þ.e. DR1 eða TV2.

Á listanum er að finna eftirfarandi viðburdi:

1) OL - sumar- og vetrarleikir í heild, 2) HM og EM í knattspyrnu (karla): Allir leikir sem Danir leika ásamt undanúr-slitum og úrslitum, 3) HM og EM í handbolta (karla og kvenna): Allir leikir sem Danir leika ásamt undanúrslitum og úrslitum, 4) Leikir Dana um rétt til þátttöku í HM og EM í knattspyrnu (karla), 5) Leikir Dana um rétt til þátttöku í HM og EM í handbolta (kvenna).

Samkvæmt nýjum reglum geta sjónvarpsstöðvar í öðrum ESB-ríkjum nú einungis sjónvarpað íþrótta viðburðum af þessum lista til danskra áhorfenda ef DR eða TV 2 er einnig boðið að kaupa sjónvarpsréttinn.

Nýjung verður það að DR og TV 2 fá möguleika á að sjónvarpa bæði heima- og útileikjum á umræddum íþróttaviðburðum.

Ástæðan fyrir nýjum reglum eru gríðarlegar verðhækkanir á sjónvarpsréttindum að meiri háttar íþróttaviðburðum. Þetta gæti þýtt að sjónvarpsstöðvar sem aðeins hafa tekjur af afnotagjöldum eða auglýsingum ráða ekki til lengdar fjárhagslega við að sjónvarpa viðburðunum - og mikill hluti áhorfenda verður útilokaður frá á að horfa á þá.

Listann er að finna í reglugerð sem Elsebeth Gerner Nielsen menningarmálaráðherra hefur gefið út og öðlast gildi 1. desember 1998.

CVA

Fara efst á síðuna

 

Finnland

Heimsóknum í kvikmyndahús í Finnlandi fjölgar stórlega

Á fyrri helmingi ársins 1998 hefur seldum kvikmynda húsamiðum fjölgað um 31 % miðað við sama tímabil í fyrra. í nokkrum minni bæjum er fjölgunin allt að 54 % að því er fram kemur í hálfsársskýrslu samtaka finnskra kvikmyndahúsaeigenda .

Veltan jókst á fyrri helmingi ársins 1998 um 37 % að meðaltali fyrir allt land. í byggðum utan fimmtán stærstu þéttbýlissvæða nam veltuaukningin 73 %.

Í Helsingfors var aukningin hófleg, aðeins 9 prósenta veltuaukning og 8 prósentum fleiri heimsóknir í kvikmyndahús. Þetta var ekki óvænt, vegna þess að kvikmyndahús í höfuðstaðnum eru - um tíma - færri en nokkurn tíma. Síðar í ár verður opnað kvikmyndahús með 14 sýningarsölum og í nóvembermánuði enn eitt með 10 sölum. Helsingfors er ein hinna stóru kvimyndahúsaborga Evrópu. Nýjar kvikmyndar eru kynntar örar til sögunnar í Helsingfors en t.d. í Lundunum og París.

TF/NewsRoom Finland

Auglýsendur vilja nýta Internetið

"Auglýsing eykst stórlega bæði í ár og á næsta ári samkvæmt spá í nýjasta vísbendingarriti frá Annonsörernas Förbund (Samtökum auglýsenda)" segir í FNB/ /Hufvudstadsbladet.

"Ríflega 40 prósent aðildarfyrirtækja samtakanna hyggjast samkvæmt spám leggja meiri áherslu á auglýsingar á næsta ári en í ár. Rúmlega helmingurinn gerir engar breytingar á fjárhagsáætlun sinni varðandi auglýsingar og aðeins fjögur prósent fyrirtækjanna hyggjast draga úr vægi auglýsinga", segir í FNB//Hufvudstadsbladet.

"Áhugi auglýsenda beinist um þessar mundir að Interneti. Fjórir af hverjum fimm auglýsendum hyggjast auka vægi auglýsinga á netinu. Þeir hafa einnig í hyggju að auka auglýsingar á sjónvarpsrásinni Nelonen, útvarpsstöðvum sem reknar eru í hagnaðarskyni svo og vægi póstsendra auglýsinga.

Gert er ráð fyrir að dagblöð og tímarit svo og MTV haldi hlut sínum varðandi auglýsingar. Alls 209 af 375 aðildarfélögum í Samtökum auglýsenda svöruðu spurningaeyðublaðinu í júní- og júlímánuði. Fjárhagsáætlanir þessara fyrirtækja varðandi auglýsingar nema alls 2,5 milljörðum finnskra marka. á fyrstu sjö mánuðum ársins jukust fjölmiðlaauglýsingar um nærri 12 prósent, samkvæmt út- reikningum Gallup-Mainostieto. Alls var á tímabilinu varið um þrem milljörðum finnskra marka í auglýsingar.

Auglýsingar á netinu jukust um 80 prósent, útvarpsauglýsingar um nærri 22 prósent, auglýsingar í tímaritum um 20 prósent og auglýsingar í dagblöðum um nærri 13 prósent. Hins vegar jukust sjónvarpsauglýsingar aðeins 4,4 prósent", segir í FNB/Hufvudstadsbladet.

TF/FNB/Hufvudstadsbladet

Ný lög um sjónvarp og hljóðvarp

Finnsk löggjöf um sjónvarp og hljóðvarp verður einfölduð og endurnýjuð til þess að vera í takt við þróuina í greininni. í nýju lögunum verða ákvæði um skipan fjárhagslegra tengsla milli almennrar útvarpsstarfsemi í almennings-þjónustu og fyrirtækja sem stunda útvarpsstarfsemi í hagnaðarskyni. Liður í umbótunum er einnig að reglugerð um sjónvarp öðlast gildi í Finnlandi.

Hinn 9. október staðfesti forsetinn tvenn ný lög, lög um sjónvarp og hljóðvarp og lög um sjónvarps- og hljóðvarpssjóð ríkisins. Nýju lögin öðlast gildi í ársbyrjun 1999.

Ekki hafa áður verið til í Finnlandi heildarlög um rafræna fjölmiðlun. Þetta hefur valdið erfiðleikum í aðlögun sjónvarpstilskipunarinnar að finnskri löggjöf. í nýju lögunum er jafnvel tekið tillit til áhrifa hinnar nýju stafrænu senditækni með því að ráðherra getur gefið út reglugerðir um samstarf milli þeirra sem stunda sjónvarps- og hljóðvarpsstarfsemi.

Almenn ákvæði og tímamörk varðandi dagskrárgerð, auglýsingar og sjónvarpsmarkaðsþætti samsvara ákvæðunum í sjónvarpstilskipuninni. Til eru reglur um t.d. hlutfall evrópskra þátta og hlutdeild auglýsinga og kostaðra þátta. Ráðherra getur ákveðið hvaða íþróttaviðburðum skuli útvarpað til finnskra áhorfenda á gjaldfrjálsu rásunum.

Til útvarpsstarfsemi sem fram fer með notkun útvarpsbylgna þarf samkvæmt nýju lögunum að hafa leyfi. Þessari framkvæmd er viðhaldið vegna þess að útvarpsstarfsemi er bundin ákvæðum um tjáningarfrelsi og vegna þess að fjöldi tíðna er takmarkaður. Vegna kapal- og gervihnattarsendinga nægir almenn tilkynning til Fjarskiptastofnunar (Teleförvaltningscentralen).

Fjármögnun með gjaldtöku
Samkvæmt nýju lögunum er fjármögnun fyrirtækisins Rundradion Ab tryggð. Starfsemi Rundradion skal fjármögnuð með gjaldtöku af notendum svo og með leyfisgjöldum sem greidd eru af fjarskiptafélögunum sem rekin eru í hagnaðarskyni.

Þær sjónvarpsstöðvar sem reknar eru í hagnaðarskyni og fengið hafa leyfi til útvarps eiga að greiða þóknun til ríkisins fyrir notkun tíðna. Greiðsluskyldan öðlast gildi þegar velta félagsins nemur 20 milljónum finnskra marka. Gjaldið hækkar stig af stigi með aukinni veltu. Núverandi svæðisútvarpsstöðvar eiga ekki að greiða gjald vegna þess að velta þeirra er innan við hin tilteknu mörk. Leyfisgjaldið verður fyrst lagt á útvarpsfélögin árið 2004. Heildarfjárhæð sjónvarps- og leyfisgjalda rennur til sjónvarps- og hljóðvarpssjóðs ríkisins sem fyrir sitt leyti í meginatriðum veitir fé til fjármögnunar starfsemi Rundradion Ab.

Samkvæmt nýju lögunum skulu rekstraraðilar sjónvarps panta minnst 10 % þátta sinna hjá óháðum framleiðendum. Rundradion Ab og þau samtök sem koma fram fyrir hönd óháðra dagskrárframleiðenda koma sér árlega saman um dagskrármagnið. Hlutverk ráðherra er að fylgjast með því hve mikil óháð framleiðsla er notuð.

KK

Fara efst á síðuna

 

Ísland

Áhrif ofbeldisefnis á börn og unglinga

Ný íslensk rannsókn bendir til þess að tengsl séu milli árásargirni unglinga og þess tíma sem þeir verja til að horfa á ofbeldisefni í sjónvarpi.

Rannsóknin var gerð í lok janúar og byrjun febrúarmánaðar meðal nemenda í Reykjavík á aldrinum 12-16 ára í tíu skólum. Meðal annars var athugað hvernig heimilisaðstæður og samskipti við foreldra hefðu áhrif á val barna á sjónvarpsefni og jafnframt hvað hvatti þau til að horfa á sjónvarp. Þetta er í fyrsta sinn sem íslensk rannsókn sýnir slík tengsl. Tölurnar sýna þó aðeins fylgni en skapa ekki forsendur til að skýra orsakasamhengið. Því er ekki unnt með fullri vissu að halda því fram um íslensk börn og unglinga að tengsl séu milli þess á hve mikið ofbeldi þau horfa í sjónvarpi og þeirra eigin árásargirni. Samkvæmt rannsókninni hafa samskipti við foreldra líklega meiri áhrif á árásargirnina en sjónvarpið.

Fram kom að drengir eru árásargjarnari en stúlkur og þegar spurt er hve mikla ánægju drengir og stúlkur hafa af því að sjá ofbeldisatriði er mikill munur. Drengirnir höfðu að eigin sögn verulega meiri ánægju af því að sjá ofbeldisatriði en stúlkur þótt svo virðist sem um aukið ofbeldi sé að ræða meðal stúlkna.

Jónmundur Guðmarsson

Átta milljónum danskra króna úthlutað til framleiðslu sjónvarpsþátta

Í júnímánuði í ár úthlutaði Menningarsjóður útvarpsstöðva átta milljónum danskra króna til íslenskra kvikmyndamanna. Umsóknir voru um styrki til samtals 264 verkefna og nam heildarfjárhæð umsókna um 50 milljónum danskra króna.

Heildarkostnaður við verkefnin nam hins vegar um 125 milljónum danskra króna. Af 264 verkefnum voru í þetta sinn 82 sem hlutu styrk. Hugsanlega er þetta í síðasta skipti sem úthlutað er styrkjum úr sjóðnum vegna þess að íslensk stjórnvöld hafa lengi haft uppi áætlanir um að leggja niður sjóðinn. Nýtt frumvarp til útvarpslaga verður lagt fram í haust.

Jónmundur Guðmarsson

Opnun íslenska menningarnetsins

Björn Bjarnason menntamálaráðherra hefur opnað sérstakt menningarnet sem er tileinkað íslenskri menningu. Menningarnetið birtist almenningi í formi vefsíðu þar sem safnað verður saman tengingum til heimasíðna íslenskra menningarstofnana og öðru list- og menningartengdu efni í eitt upplýsinganet.

Tilgangurinn með þessu er fyrst og fremst að auðvelda almenningi aðgang að upplýsingum um menningarstarfsemi í landinu. Með því að fara inn á heimasíður íslenska menningarnetsins má kynna sér alls konar menningar- og liststarfsemi sem tengd hefur verið við menningarnetið. Vonir standa til að Menningarnetið verði einstaklingum og stofnunum hvatning til að nýta sér möguleika nýrrar upplýsingatækni.

Umsóknir um inntöku á Menningarnetið má senda á netfangið menningarnet@menning.is. Að stofnun netsins hefur verið unnið um hríð.í; aætlun menntamálaráðnuneytisins sem kynnt var í ritinu "í krafti upplýsinga" snemma á árinu 1996 er lögð áhersla á að íslenskar menningarstofnanir taki upplýsingatæknina í þjónustu sína. Árið 1997 var skipuð nefnd til að undirbúa stofnun Menningarnetsins. Sá hópur athugaði vandlega samsvarandi net erlendis, einkum á öðrum Norðurlöndum og lagði drög að flokkun efnis.

Jónmundur Guðmarsson

Tvær nýjar stöðvar

Tvær nýjar íslenskar sjónvarpsstöðvar hefja útsendingar á næstunni. Hér er um að ræða afþreyingarrásir þar sem ekki er gert ráð fyrir íslenskri dagskrárgerð. Bíórásin er rekin af íslenska útvarpsfélaginu hf. en stjórn þess ætlar að leggja áherslu á að sýna bíómyndir með íslenskum textum allan sólarhringinn alla daga vikunnar. Til sýningar á Bíórásinni verða valdar bíómyndir frá stærstu dreifingaraðilum heims og forsvarsmenn Bíórásarinnar segja að um verði að ræða breiðara úrval en hingað til hefur verið þekkt en að meðaltali er ætlunin að sýna um 170 kvikmyndir á mánuði.

Bíórásin hefur í hyggju að bjóða breitt úrval kvikmynda af öllum stefnum á þeim tíma sem hentar áhorfendum best. í; þessu skyni er hver kvikmynd endursýnd tvisvar til þrisvar á sólarhring. Hin sjónvarpsstöðin heitir Skjár 1 og á þeirri stöð voru útsendingar hafnar í fyrstu viku októbermánaðar. Útsendingar frá Skjá 1 eru ekki ruglaðar og ætlunin er að fjármagna stöðina með auglýsingatekjum. á Skjá 1 er sýnt íslenskt efni í bland við erlent, bæði þætti og kvikmyndir en að svo stöddu eru ekki uppi áætlanir um að hefja eigin dagskrárgerð.

Jónmundur Guðmarsson

Fara efst á síðuna

 

Noregur

Farið verður yfir fyrirkomulag kvikmyndastyrkja

Menningarmálaráðuneytið hyggst fara yfir fyrirkomulag kvikmyndastyrkja. Markmiðið er að gera kvikmyndastyrki eins skilvirka og unnt er og stuðla að framleiðslu fleiri kvikmynda sem höfða til áhorfenda.

Ríkisstyrkirnir ná til allra stiga í kvikmyndaframleiðslunni, allt frá samningu handrits, verkefnisþróun og framleiðslustyrk til dreifingar. Styrkurinn er greiddur fyrir milligöngu Statens studiesenter for film, Norsk Filminstitutt og Audiovisuelt produksjonsfond og Norsk Kino og Filmfond. Auk þess er um að ræða Norsk Film A/S sem er fjármagnað af ríkinu og ýmis norræn og evrópsk styrkjakerfi sem fá fjárframlög frá Noregi.

Ráðuneytið vill láta athuga og meta hvort fyrirkomulag styrkja til framleiðslu bíómynda er hagkvæmt. Rannsóknastofnanir og ráðgjafarfyrirtæki hafa verið beðin um tilboð í athugun sem á að vera lokið í ársbyrjun.

Erik Togstad

Fjölmiðlavog Gallups 1997: Mikill uppgangur hjá dagblöðum

"Mikill uppgangur hjá dagblöðum", "Færri lesa timarit", "árið 1997 sló svæðissjónvarp í gegn", "Stöðug útvarpsnotkun", "Aukningin mest á Internetinu." Þetta eru aðalfyrirsagnirnar í Fjölmiðlavog Gallups 1997.

Að baki Fjölmiðlavoginni liggur "Stærsta fjölmiðlaviðfang Noregs" eins og Norsk Gallup Institutt A/S nefnir rannsóknina "Neytendur og fjölmiðlar." Hún býður upp á möguleika á að bera saman fjölmiðla innbyrðis. Alls hefur verið talað við 30.618 einstaklinga 13 ára og eldri á tímabilinu 05.02.97 til 08.02.98.   1 % af þjóðinni (13 ára og eldri) samsvarar 36.334 einstaklingum.

Nokkrir megindrættir úr Fjölmiðlavoginni:
91% lesa minnst eitt dagblað á meðaldegi, 85% horfa á sjónvarp, 65 % hlusta á útvarp, 47 % lesa minnst eitt blað/tímarit og 33% nota textavarp. Meðal almennra prentmiðla hafa Se og Hør (40 %) og VG (Verdens Gang) flesta lesendur (38 %). Meðal rafrænna miðla hafa NRK1 (61 %) og TV2 (59 %) "vinninginn". Árið 1997 vörðu Norðmenn á meðaldegi 159 mínútum í að horfa á sjónvarp, og 144 mínútum í að hlutsta á útvarp. á; virkum dögum vörðu Norðmenn 159 mínútum í útvarp, og 148 mínútum í sjónvarp. Norðmenn vörðu mestum tíma í NRK P1 (69 mínútur), síðan kom NRK1 TV (68 mín.), TV2 (64 mín.) og P4 (44 mín.).

Norsk Gallup Institutt AS/TF

Hugmyndir um að ógilda sérreglur um eignarhald á útvarpsfyrirtækjum

Menningarmálaráðuneytið metur í umræðu- og umsagnar-minnisblaði möguleikana á að ógilda sérreglur um eignarhald á útvarpsfyrirtækjum. ástæðan er meðal annars óskin um að forðast aða tvenn lög gildi samtímis eftir að sjálfstæð lög um eignarhald í fjölmiðlageiranum voru samþykkt í Stórþinginu í júnímánuði 1997.

Í lögum um eftirlit með atvinnustarfsemi fjölmiðla og útvarpsfélaga, svonefndum eignarhaldslögum eru ákvæði um að nýstofnað eftirlit, Eignarhaldseftirlit, eigi að geta gripið til ráðstafana gegn atvinnustarfsemi fjölmiðla eða útvarpsfélaga ef nauðsynlegt þykir til þess að tryggja markmið laganna um að auka tjáningarfrelsið, raunverulega möguleika á að koma skoðunum sínum á framfæri og alhliða fjölmiðlaframboð. Lögin öðlast gildi á áramótunum 1998/99. Eignarhaldseftirlitið getur sett reglur sem í reynd samsvara núgildandi reglum.

Í minnisblaðinu metur ráðuneytið þörfina á viðhalda sérstökum reglum um eignarhald á útvarpsrekstri. Slíkar reglur eru teknar inn í reglugerðina sem fylgir útvarpslögunum eða sem skilmálar í leyfunum til handa P4 og TV 2. Í útvarpsreglugerðinni eru meðal annars ákvæði þess efnis að engum er heimilt að ná til meira en 1/3 af öllum útvarpsmörkuðum landsins fyrir svæðisútvarp eðasjónvarp. Einnig eru ákvæði þess efnis að kapalfélagi á leyfissvæði er ekki heimilt að hafa leyfi til rekstrar svæðisútvarps eða eiga meira en 49 % hlutafjár í svæðisútvarpsfélagi. í leyfisskilmálum fyrir TV2 og P4 eru ákvæði þess efnis að enginn getur átt meira en þriðjung í þessum félögum. Minnisblaðið er að finna á http://odin.dep.nö kd/hoering

BG

Tillögur að nýjum kostunarreglum fyrir útvarp

Í umsagnarminnisblaði leggur menningarmálaráðuneytið fram tillögur að nýjum reglum um kostun hjá NRK og öðrum útvarpsrásum. Ástæðan fyrir tillögunum er meðal annars þróunin hjá NRK þar sem skilti kostunaraðila verða að teljast hreinar auglýsingar. Fyrir NRK fela tillögurnar í sér bæði hert tök og skýrari reglur um hvaða þætti má kosta. Lagt er til að núverandi mörk á kostunartekjum NRK sem eru við 1 % af rekstrartekjum verði lögð niður. NRK á ekki lengur að vera heimilt að sýna skilti með vörumerki eða fyrirtækismerki kostunaraðila heldur aðeins að birta nafn hans. Ráðuneytið leggur áherslu á að í tilkynningu um kostunaraðila megi ekki vera viðbótarupplýsingar af neinu tagi. Lagt er til að tilkynning um kostunaraðila eigi að vera í formi kyrrmyndar.

Samkvæmt tillögunni á NRK einungis að vera heimilt að taka við framlögum vegna útvarps frá íþróttaviðburðum svo og tiltekinna þátta frá viðburðum sem eru að fullu eða að hluta á vegum NRK. NRK á einnig að eiga kost á að útvarpa þáttum sem fjármagnaðir eru af öðrum og eru framleiddir í sameiningu af NRK og öðrum þátta- eða kvikmyndagerðaaðilum, þáttum sem eru framleiddir í alþjóðlegu útvarpssamstarfi og kennsluþáttum. Minnisblaðið er að finna á http://odin.dep.nökd/hoering

BG

Dagskrárstefna TV2

Menningarmálaráðuneytið fer þess á leit við TV 2 í bréfi dags. 15. júlí 1998 að fá greinargerð um dagskrárstefnu félagsins.

- Í lið 6 í leyfisskilmálum TV 2 sem dagsettir eru 14. nóvember 1992 eru ákvæði þess efnis að dagskrá TV 2 eigi að miðast við grundvallarreglur um almenningsútvarp. Meðal annars er tekið fram að sjónvarpssendingar eigi "til lengri tíma litið að bjóða upp á breytilega dagskrá þar sem eitthvað er við hæfi bæði fjölmennra og fámennra hópa áhorfenda, og er þar einnig átt við samiska þjóðarbrotið og minnihluta." Í leyfisumsókn TV 2 dagsettri 30. apríl 1991 er því haldið fram að "Reka eigi stöðina samkvæmt grundvallarreglum um almenningsútvarp. Til lengri tíma litið eigum við að sjónvarpa þáttum handa bæði fjölmennum og fámennum hópum áhorfenda." Ennfremur var í umsókninni lögð áhersla á að við erum annað og meira en gervihnatta- og kapalstöð sem rekin er í hagnaðarskyni og býður fjöldaframleidda skemmtidagsskrá".

Ráðuneytið vísar í bréfinu sínu til þess að vafi hafi þótt leika á því að dagskrá TV 2 fullnægi þessum skilmálum, einkum skv. skýrslum almenningsútvarps-ráðsins og skýrslu fyrrum Dagskrárráðs TV 2. Almenningsútvarpsráðið telur að í tilteknum atriðum hafi verið brotið gegn leyfisskilmálunum.

Af þessum sökum fer ráðuneytið fram á að fá fljótlega greinargerð um dagskráráætlanir TV 2 og athugasemdir TV 2 við gagnrýnin sjónarmið almenningsútvarpsráðsins varðandi almennan dagskrárflöt TV 2 og sérstök atriði um útsendingar handa samiska þjóðarbrotinu og minnihlutahópum og daglega dagskrá fyrir börn.

BG

Stórþingsskýrsla um útvarp og fjölmiðla

Stórþingsskýrsla um starfsemina í fjölmiðlageiranum árið 1997, sem lögð var fram í ríkisstjórn 20. nóvember 1998, fjallar um í hve miklum mæli NRK, TV2 og P4 fylgja ákveðnum grundvallarreglum um almenningsútvarp. Matið á sér rætur í skýrslu almenningsútvarpsráðsins fyrir árið 1997. Til viðbótar þessari skýrslu er Stórþingsskýrslan byggð á ársskýrslum útvarpsstöðvanna NRK, TV2 og P4 og Fjölmiðlastjórnsýslu ríkisins (Statens medieforvaltning).

Hljóðvarpsframboð NRK er í heild í samræmi við grundvallarreglur um almenningsútvarp. Svo er einnig í stórum dráttum varðandi sjónvarpsrásina NRK1. Varðandi NRKTO er bent á að m.a. vanti á rásinni þætti um skóla, háskóla og menntamál, að ekki séu þar barnaþættir eða dagskrá á samisku og að hlutur nýnorsku sé of lítill. Ráðuneytið hefur hafið viðræður við NRK um þessi atriði.

Gangrýnisjónarmið í skýrslu almenningsútvarpsráðsins eru allnokkur gagnrýnisjónarmið varðandi dagskrá TV2. Ráðið saknar t.d. dagskrárþátta um list og mennningu, þátta fyrir samisku þjóðina og barnaþátta. Í bréfi til TV2 hefur ráðuneytið beðið félagið um að setja fram athugasemdir við gagnrýnina og bent á að bæði ráðuneyti og Stórþing hafi oftsinnis gefið til kynna að þess sé vænst að rásin leggi áherslu á að hlíta grundvallarreglum um almenningsútvarp. Útdráttur úr svarbréfi TV2 birtist í skýrslunni. Í hlutverki sínu sem leyfisveitandi stofnun fylgir menningarmálaráðuneytið nú málinu eftir gagnvart TV2 og undirstrikar tiltekin grundvallaratriði sem nú verður miðað við til frambúðar. Það á við bæði kröfur um menningarþætti, dagskrá fyrir Sama og minnihluta svo og barnaþætti.

Í skýrslunni er einnig birtur útdráttur úr athugasemdum P4 við gagnrýni á dagskrá hljóðvarpsrásarinnar af hálfu almenningsútvarpsráðsins. Ráðið saknar m.a. fleiri pistla og þátta sem gera kröfu um meiri umgjörð en dagskrárbútar úr hljóðstofu, símaviðtöl og plötuspilun, viðameiri umfjöllunar um list og menningu, aukins framboðs á barnaefni og sendinga á nýnorsku, samisku og málum innflytjenda. Menningarmálaráðuneytið leggur áherslu á að hvorki fjárhagslegar ástæður né aðrar feli í sér forsendur til þess að heimila að P4 hlíti ekki leyfisskilmálunum í einu og öllu.

BG

Víðari rammi um viðskiptastarfsemi NRK

Að áliti menningarmálaráðuneytisins ber að veita NRK aukið frelsi varðandi viðskiptastarfsemi til þess að mæta harðnandi samkeppni fjölmiðla. Skilyrðið fyrir því er að dagskráin á almenningsrásum NRK einkennist ekki af gróðahyggju og að ný viðskiptastarfsemi njóti ekki niðurgreiðslna frá afnotagjöldum. Auknar tekjur verða að renna aftur í dagskrárgerð. Ráðuneytið leggur áherslu á að ráðgerðar breytingar á útvarpslögunum sem hafa nú verið send til umsagnar komi til með að efla NRK í hlutverki helstu almenningsútvarpsstöðvar Noregs.

Þróunin á sviði útvarpsmála gefur til kynna að taka verði afstöðu til NRK í hlutverki útvarpsstöðvar í hinu nýja fjölmiðlalandslagi, segir í umsagnarminnisblaði. Viðskiptaleg umgjörð NRK AS, sem er hlutafélag að öllu leyti í eigu ríkisins, kemur til með að skipta miklu máli varðandi möguleika á því að annast verkefni almenningsútvarps.

Skert framboð
Ef NRK fær ekki möguleika á að keppa á jöfnum forsendum hvað varðar viðskiptastarfsemi skerðist almenningsútvarpsframboðið. NRK verður einkum þörf að fara í samstarf við aðra hlutaðeigandi hvað varðar dreifingu, framleiðslu efnis og dagskrárútvarpsréttindi. Núgildandi reglur koma í veg fyrir að NRK geti tekið þátt á eins breiðum grundvelli og æskilegt er.

Menningarmálaráðuneytið leggur því til að útvarpslögunum verði breytt í þá veru að NRK geti almennt tekið þátt í viðskiptastarfsemi án þess að slíkt verði, eins og nú er, takmarkað við það sem snertir almenningsútvarp. Viðskiptaleg starfsemi NRK er um þessar mundir einkum rekin af dótturfyrirtækinu NRK Aktivum sem er að fullu í eigu ríkisins.

Útvarpslögin mæla svo fyrir að ekki sé heimilt að fjármagna starfsemi NRK með auglýsingum. Ráðuneytið leggur til að bannið við fjármögun með auglýsingum verði áfram gildandi um almenningsrásirnar NRK1, NRKTO, P 1, P 2 og P 3 en verði numið úr gildi varðandi aðra starfsemi.

Ekki auglýsingarásir
Ráðuneytið er hins vegar ekki þeirrar skoðunar að NRK eigi að fá aðgang til að eiga, reka eða eiga hlut í sjónvarps- eða útvarpsrásum sem senda frá norsku yfirráðasvæði eða beint er til Noregs og fjármagnaðar eru með tekjum af auglýsingum. Ef NRK óskar að stofna rásir í Noregi sem fjármagnaðar eru með auglýsingum þá á ekki aðalfundurinn í félaginu að geta veitt heimild til slíks án þess að málið hafi komið til kasta Stórþingsins. Á hinn bóginn á NRK að vera kleift að reka eða vera meðeigandi að rásum sem fjármagnaðar eru með auglýsingum og stunda starfsemi sína eingöngu í öðrum löndum eða eru almenns eðlis, eins og t.d. Eurosport. Skilyrðið hlýtur að vera að afnotagjöldum sé ekki varið til uppbyggingar eða rekstrar.

NRK verður sjálft að geta stofnað greiðslurásir eða stofnað til samstarfs við aðra norska eða alþjóðlega aðila um slíkar rásir.

Ráðuneytið er þeirrar skoðunar að unnt eigi að vera að opna fyrir auglýsingar í textavarpi NRK. Textavarp verður að teljast viðbótarþjónusta sem er háð því að notandinn leiti með virkum hætti að þjónustunni. Lagt er til að í lagatextanum verði skýrt kveðið á um að textavarp NRK sé ekki hluti af almenningsrásunum. Umsagnarfrestur er ákveðinn til 20. janúar 1999.

Minnisblaðið er að finna á http://odin.dep.nökd/hoering

BG

Fara efst á síðuna

 

Svíþjóð

Sjónvarpsleyfi tilbúin fyrir stafrænt sjónvarp

Í sumarbyrjun tók ríkisstjórnin ákvörðun um að veita eftirfarandi dagskráraðilum leyfi til sendingar stafræns sjónvarps á jörðu niðri í Svíþjóð:

- Sveriges Television AB
- Sveriges Utbildningsradio AB
- TV4 AB
- TV3 AB
- Kanal 5 AB
- Canal + Television AB
- TV8 AB
- Kunskaps-TV AB
- Cell Internet Commerce Development AB
- TV-Linköping Länkomedia AB
- Landskrona Vision AB.

Gert er ráð fyrir að sjónvarpssendingar þessar geti hafist í janúar 1999 á þeim fimm svæðum sem ríkisstjórnin tók áður ákvörðun um í nóvembermánuði 1997.

Sveriges Television kemur í upphafi til með að geta sent annars vegar eina af nýju rásunum á jörðu niðri, trúlega SVT1, eða nýju fréttarásina SVT24 og hins vegar einnig svæðisbundna dagskrá á öllum fimm svæðum. útsendingar skólaútvarpsins verða eins og endranær á rásum sænska sjónvarpsins (Sveriges Television).

TV4 kemur annars vegar til með að geta sent núverandi rásina á jörðu niðri, hins vegar svæðisbundna dagskrá í Stokkhólmi, Gautaborg og Sundsvall/östersund.

TV-Linköping fær að senda svæðisbundna dagskrá í norðurhluta Östergötland og Landskrona Vision eina svæðisbundna dagskrá á suðurhluta og norðausturlhluta Skánar. Önnur fyrirtæki senda á öllum svæðum.

EL

Tillögur um nýjar reglur um sjónvarp frá mikilvægum viðburðum og "must carry"

Ríkisstjórnin hefur í frumvarpi sem send var til þingsins í sumarbyrjun lagt til nýjar reglur um sjónvarp frá mikilvægum viðburðum. Breytingarnar eru tilkomnar vegna nýrra reglna í sjónvarpstilskipun ESB. Í sjónvarpstilskipuninni er nú einnig ákvæði um að aðildarlöndin geti ráðið því að mikilvægir viðburðir eigi að vera aðgengilegir öllum almenningi í opnu sjónvarpi. Aðildarríki á að vera kleift að setja saman lista yfir einstaka viðburði sem almennur áhugi er á í því tiltekna landi. Sænska ríkisstjórnin er þeirrar skoðunar að eins og er sé ekki þörf á sænskum lista yfir viðburði sem eigi að vera aðgengilegir en hún leggur til löggjöf sem leyfir að slíkur listi sé saminn þegar þörf verður á.

Í sama frumvarpi voru einnig tillögur um nýjar reglur um "must carry". Breytingarnar koma m.a. til vegna kynningar stafræns sjónvarps í Svíþjóð. Núgildandi reglur fela í sér að kapalsjónvarpsfyrirtækjum er skylt að senda áfram sjónvarpsrásirnar þrjár: SVT1, SVT2 og TV4.

Nú er lagt til að kapalsjónvarpsfyrirtækjum verði gert skylt að senda allt að fjórar sjónvarpsrásir sem dreift er á jörðu niðri án þess að innheimta sérstakt gjald fyrir það til allra tengdra heimila í kapalkerfinu. Það felur í sér að auk hinna þriggja rása sem áður eru nefndar skuli senda stafræna rás frá dagskrárfyrirtæki sem fjármagnað eru með sjónvarpsgjöldum út með stafrænum hætti á kapalnet þar sem fyrir eru aðrir stafrænir þættir.

EL

Greinargerð um kvikmyndastyrkinn kynnt

Per-Olov Enquist er höfundur greinargerðar sem hann kynnti 30. nóvember sl. um framtíðarstefnuna í málefnum sænskra kvikmynda. Á grundvelli vilja manna til að viðhalda og þróa sænska kvikmyndagerð var skýrsluhöfundi falið að skila tillögu um hvernig móta beri og fjármagna fjárhagsstyrki til sænskrar kvikmyndagerðar.

Höfundurinn leggur til að aukningu hreinna framleiðslustyrkja verði skipt á nokkra sjóði. Meðal annars er lagt til að stofnaður verði nýr Kvikmynda- og sjónvarpssjóður þar sem sænska ríkissjónvarpið (Sveriges Television) á að leggja fram 35 milljónir sænskra króna. Núverandi kerfi þar sem styrkjum er úthlutað eftirá verði numið úr gildi. Í því skyni að skapa forsendur til kvikmyndasýningar um allt land er ennfremur lagt til að auka stórlega dreifingarstyrk og er meðal annars bryddað upp á kynningarstyrk og auknum styrk til kvikmyndahúsa.

Framlenging samninga
Heildarkostnaður vegna tillagna um nýja stefnu í kvikmyndamálum nemur um 436 milljónum sænskra króna sem er hækkun um alls 44 prósent. Skýrsluhöfundurinn leggur til að fjármögnun verði tryggð með framlengingu samninga að því tilskildu að núverandi samningsaðilar haldi áfram. Auk áframhaldandi framlaga af hálfu SVT og TV4 eru forsendurnar fyrir þessu bæði áframhaldandi myndbandagjald og hækkun kvikmyndahúsagjalds. Skýrsluhöfundurinn vonast til að jafnvel ný sjónvarpsfyrirtæki geti orðið aðilar að þessu samkomulagi. Aukning ríkisframlagsins nemur að öðru óbreyttu samkvæmt tillögunni 76 milljónum sænskra króna.

EL

Framlenging á athugun

Athugunin um framtíðarsvæðisútvarp í hagnaðarsskyni (tilskipun 1997:138) hefur verið framlengd, frá því að eiga áður að standa til 1. desember 1998 til nú í síðasta lagi til 15. febrúar 1999. Athugandinn á að setja fram tillögur um framtíðarkjör svæðisútvarps í hagnaðarskyni, með sérstöku tilliti til þess að hafnar verða stafrænar hljóðvarpssendingar.

Athugunin á samræmingu löggjafar um hljóðvarp, sjónvarp og fjarskipti, svonefnd Samrunaathugun (tilskipun 1997:95) hefur verið framlengd, frá því að eiga áður að: standa til 31. október 1998 til að standa nú til 28. febrúar 1999. Athugandinn á að rannsaka þörfina fyrir og afleiðingarnar af samræmdri löggjöf, þar sem m.a. er gert fyrir að auðvelda þróun rafrænnar upplýsingaþjónustu.

Fjölmiðlasamlagningarnefndin hefur fengið framlengt umboð til að leggja fram frumvarp til laga um samlagningu fjölmiðla (tilskipun 1997:136) frá því að gilda áður til 1. desember 1998 til þess að gilda nú til 31. mars 1999. Markmiðið með frumvarpinu á að vera að standa vörð um margbreytileikann meðal sænskra fjölmiðla og vinna gegn eigenda- og valdmiðstýringu í fjölmiðlaheiminum.

EL

Fara efst á síðuna

 

Norðurlönd

Samnorræn áhersla á barnasjónvarp

"Almenningsútvarpsstöðvarnar í Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi og Noregi stofna hlutafélag um framleiðslu barnasjónvarps og sölu spinn off-afurða," segir í NRKInfo.

"Félagið er stofnað um áramótin 1998-99 og framleiðsla fyrstu þáttanna er þegar hafin. Þetta eflir okkur í baráttunni um yngstu áhorfendurna," segir Kalle Fürst, dagskrárstjóri í barna- og unglingadeild NRK.

Þröngar fjárhagsáætlanir fyrir framleiðslu barnaefnis eru alþekktar hjá almenningsútvarpsstöðvum alls staðar á Norðurlöndum og gert er ráð fyrir að sameiginleg fjárhagsáætlun feli í sér verulega minni framleiðslukostnað og geti leitt til betra dagskrárframboðs handa börnum. Þar með koma stöðvarnar til með að standa sterkar að vígi í samkeppninni við alþjóðlega sjónvarpsframleiðendur.

Í því skyni að geta mótað viðskiptalegan hluta verkefnisins er hafið samstarf milli DR Multimedia, SVT Försäljning, YLE Export og NRK Aktivum.

TF/NRK/Info

Norræn sjónvarpsrás í Bandaríkjunum

Finnsk, sænsk, norsk og dönsk almenningsþjónustufyrirtækin skipuleggja greiðslusjónvarpsrás sem dreift verður á bandaríska kapalsjónvarpsmarkaðnum. Rásin er ætluð Bandaríkjunum sem eiga rætur sínar á Norðurlöndum og allir þættir verða með enskum skýringartextum.

Ætlunin er að sjónvarpa allan sólarhringinn og hefst það í Colorado um leið og aðstæður leyfa.

TF/Baltic Bulletin OnlineFara efst á síðuna