svane.jpg - 2932 Bytes Medier i Norden

Önnur ársfjórðungsútgáfa 2002
  
    Aðalsíða - á íslensku | Safn: Ársfjórðungsleg útgáfa | Yfirlit   
  Efnisyfirlit

Danmörk   |  Finnland   |   Ísland   |   Noregur   |   Svíþjóð   |   Norðurlöndin

  Ársfjórðungsútgáfur á Medier i Norden
á íslensku eru til á netinu frá og með árinu 1998. Í þeim er að finna útdrátt á íslensku úr greinunum í Medier i Norden á skandinavísku: Resymé.

Öllum er frjálst að vitna í Medier i Norden ef heimildar er greinilega getið.

  Ritstjóri                                                  Ábyrgðarmaður
Terje Flisen (TF)                                      Søren Christensen, framkvæmdastjóri
Postboks 1726 Vika                                 Nordisk Ministerråd,
0121 Oslo, Norge                                     Store Strandstræde 18
Tlf. + 47 22 36 46 45                                DK-1255 København K., Danmark

Medier i Norden (áður Nordisk Medie Nyt) ISSN 1396-9331 ­ rafræn útgáfa.

 

Danmörk

4.6.2002: Fjölmiðlasamkomulag ríkisstjórnarinnar og Danska þjóðarflokksins

Í fréttatilkynningu fra menningarmálaráðuneytinu um nýja fjölmiðlasamkomulag segir að "(Samkomulagið) byggi á fjölmiðlastefnu í ríkisstjórnirnar "Gæði, skýrleiki og samkeppni og tryggi endurnýjun og áframhaldandi mikil gæði dansks hljóðvarps og sjónvarps í fjölmiðlaflóru framtíðarinnar.

Brian Mikkelsen, menningarmálaráðherra, er mjög ánægður með samkomulagið og hið ágæta viðræðuferli þar sem hann hefur hlustað á tillögur og óskir allra flokka. Hann lýsir því að samkomulagið hvíli á "breiðum grundvelli og innihaldi nýja þætti - og sé mjög í anda framtíðar':

'Þetta er sögulegt fjölmiðlasamkomulag, sem tryggir áfram góða þætti í dönsku hljóðvarpi og sjónvarpi í fjölmiðlaheimi framtíðar. Ég er mjög ánægður með inntakið í nýja samkomulaginu sem grundvalallast bæði á gæðum og samkeppni, ' segir menningarmálaráðherrann.

Hið endanlega samkomulag fylgir meginlínunum í stefnumótun ríkisstjórnirnar í fjölmiðlamálum - og er endurnýjað og er aðlagað í tilteknum atriðum í samræmi við óskir ríkisstjórnarinnar:

- Einkavæðing TV 2 samfara almannaþjónustu-skyldum og kröfum. Ríkisstjórnin hefur lagt inn endurkaupsákvæði og rétt hennar sjálfrar til þess að velja kaupanda.

- Afhending á 21 % af framleiðslu DR til óháðra framleiðenda. Grundvöllur útreikninganna er útgjöld DR til dagskrármála - að frádregnum fréttum og íþróttum.

- Frysting afnotagjalda á föstu verði ásamt lækkun afnotagjalds um 140 danskar krónur á ári við sölu á TV 2. Skoða ber fjárhæðina í samanburði við fyrri áætlun um hærra afnotagjald.

- Brot á einkarétti DR á útvarpi sem nær til alls landsins og útboð á tveim nýjum hljóðvarpsrásum.

- Efling svæðissjónvarps í viðskiptaskyni og áframhaldandi stuðningur við grasrótar-sjónvarp

- Ábyrg frjálsræðisaukning í reglum um auglýsingar. Áframhaldandi bann við auglýsingahléum í þáttum nema í íþróttaþáttum.

- Ný skipan stjórnar DR, þar sem 6 fulltrúar er útnefndir af Folketinget, þrír fulltrúar eru útnefndir af menningarmálaráðherra og einn af starfsmönnum.

- Breyting í stafrænt sjónvarps-sendinet á jörðu niðri þar sem allir Danir hafi aðgang", segir í fréttatilkynningu.

Ekki er langt á milli aðila, því ber að taka upp viðræðurnar aftur til þess að ná breiðu samkomulagi, var meðal annars álit Mette Frederiksen, talsmanns Jafnaðarmanna í fjölmiðlamálum.

Svo virðist sem að sú ósk verði ekki uppfyllt: Í dagblaðinu Politiken heitir að menningarmálaráðherra "... hafi á þriðjudagskvöld tekið af skarið og lokaði á allar vangaveltur um opnun fjölmiðlasamkomulagsins sem hann gerði við Danska þjóðarflokkinn mánudag".

Heimild: Menningarmálaráðuneytið/Politiken/Ritzau


30.5.2002: Aðgerðir á vegum Viasat gegn sjónvarpssjóræningja-kortum

Viasat breytti þann 27. mai kóðun gervihnattakorta og breytingin nær til allra Norðurlanda. Þar með eru í reynd öll sjóræningjakort verðlaus, segir Politiken/Ritzau.

Kóðun merkisins á einnig að breyta og Viasat íhugar að skipta út öllum gervihnattarkortum. Aðgerðirnar eru afleiðingar af því að Scandinavian TV-Organisations Against Piracy (STOP), sem er í eigu Viasat og Canal Digital, hafa hleypt af stokkunum aðgerðum gegn sjónvarps-sjóræningjum, en meðal aðgerða er málshöfðun.

"STOP íhugar eins og er að láta kærurnar til lögreglu einnig ná til þeirra einstaklinga sem hafa keypt ólögleg sjóræningjakort eftir að STOP hefur fundið lista yfir kaupendur hjá mörgum sjónvarps-sjóræningjum", segir Politiken/Ritzau.

Heimild: Politiken/Ritzau

Fara efst á síðuna
 

Finnland

7.6.2002: Fáir Finnar eiga móttökubúnað fyrir stafrænt sjónvarp

Innan við 5% heimila í Finnlandi hafa útvegað sér stafrænt sjónvarpstengibox samkvæmt athugun frá Suomen Gallup. Síðan stafrænt sjónvarp var tekið í notkun í ágústmánuði í fyrra hefur þessi áætlun verið gagnrýnd harðlega nokkrum sinnum

Fyrst var það skorturinn á set-top-boxunum sem eru nauðsynleg til að geta horft á stafrænt sjónvarp sem vakti mikla athygli og gagnrýni vegna lélegs skipulags. Síðan kom tilkynningin um að ein rásin hyggðist fresta því að hefja útsendningar um óákveðinn tíma vegna mikils kostnaðar. Með haustinu var jafnvel sett spurningamerki við kostnaðinn við alla áætlunina, hver er það eiginlega sem vill stafrænt sjónvarp?

Ríkisútvarp Finnlands (YLE) hefur lagt mikið fé í nýjar sjónvarpsrásir en fram að þessu hafa þessar rásir næstum áhorfendur haft. Á tímum þegar almenningsþjónustufyrirtækjunum er gert að spara enn frekar eru margir gagnrýnendur sem álíta að stafrænt sjónvarp sé kostnaðarsamt gæluverkefni.

Kimmo Sasi, samgöngumálaráðherra (Samlingspartiet) hefur tilkynnt að ríkið leggur ekki meira fé í til dæmis að dreifa stafrænum boxum ókeypis eða að greiða niður innkaup til opinberra stofnana. Tillagan um að koma á skattalækkunum til þess að stuðla að vinsældum boxanna er að mati Sasi óraunhæf vegna þess að slíkt myndi skapa óeðlilegar markaðsaðstæður.

Samkvæmt Suomen Gallup eru kaup á stafrænum boxum eða á sjónvarpstækjum sem eru búin undir stafrænu sendingarnar ofarlega á óskalistanum hjá finnskum heimilum. 17% aðspurðra áætla að kaupa eða taka á leigu stafrænt tengibox í nánustu framtíð.

Heimild: Johanni Larjanko/Finska Notisbyrån, Digitoday, Hufvudstadsbladet


3.5.2002: Engin höfundarréttarþóknun fyrir tölvur að tillögu nefndar

Á rafrænan búnað sem ætlaður er til upptöku eða afritunar ber að leggja höfundarréttargjald er tillaga höfundarréttarnefndar.

"Gjaldið ætti að samsvara því gjaldi sem lagt er á tómar snældur. Tölvur og farsímar ættu þó að vera undanþegin gjaldinu þar sem meginhlutverk þeirra er ekki upptaka", segir FNB.

höfundarréttarnefndin leggur einnig til að refsivert eigi að vera að sækja meira en tíu sjóræningjaafrit af tónlist á netið.

"Nú er heimilt að sækja 100 sjóræningjafrit í landinu til eigin notkunar. Til eru þeir einstaklingar sem sækja með kerfisbundnum hætti leyfilegt magn eða 100 afrit, stundum oft á dag, í því skyni að selja þau síðan áfram", segir Aktuellt.

Heimild: FNB/Aktuelt

Fara efst á síðuna
 

Ísland

6.5.2002: Útflutningur á íslenskri tónlist

Þann 2. maí nk. mun Útfluningsráð standa fyrir námsstefnu um útflutning á íslenskri dægurlagatónlist. Markmið námsstefnunnar er að efla umræðu um hvernig megi styðja við útrás íslenskrar tónlistar, miðla af reynslu og sýn íslenskra og erlendra aðila og efla vitund evrópska markaðarins um það sem er að gerast á Íslandi.

Námsstefnan er ætluð tónlistarmönnum og fyrirtækjum sem annast útflutning á tónlist og verður í formi pallborðsumræðu. Erlendir þátttakendur í námsstefnunni eru m.a. Keith Harris, formaður bresku umboðsmannasamtakanna, Simon Young, varaforseti Sony Independent Network og Tam Coyle, ráðgjafi skosku ríkisstjórnarinnar í útflutningi á tónlist.

Rás 2 flytur út íslenska tónlist
Rás 2 hefur nú fullunnið 12 tónleikaupptökur með íslenskum hljómsveitum sem léku á Airwaves tónlistarhátíðinni í Reykjavík í oktober sl. Tónleikarnir hafa verið sendir til höfuðstöðva EBU (European Broadcasting Union) í Sviss og boðnir öllum 70 aðildarstöðvum EBU til afnota.

Auk þess verða þessir tónleikar boðnir öðrum 46 útvarpsstöðvum í 29 löndum til viðbótar. Þetta er í þriðja sinn sem Rás 2 beitir sér fyrir slíkri framkvæmd en fyrstu tónleikarnir sem aðildarstöðvum var boðið uppá voru útgáfutónleikar Sigur Rósar sem haldnir voru í íslensku óperunni árið 1999.

Heimild: Menntamálaráðuneytið


24.4.2002: Menntamálaráðherra leggur fyrir Alþingi frumvarp til laga um eftirlit með aðgangi barna að kvikmyndum

Menntamálaráðherra hefur lagt fyrir Alþingi frumvarp til laga sem miðast að því að ríkið hætti að skoða og meta kvikmyndir fyrir frumsýningu þeirra á Íslandi. Megin ástæða fyrir gerð frumvarpsins er annars vegar sú að í þeirri heildarendurskoðun sem gerð var á mannréttindakafla stjórnarskrárinnar með stjórnskipunarlögum frá árinu 1995 var m.a. vernd skoðanafrelsis og tjáningarfrelsis mjög styrkt í sessi. Þessi vernd tjáningarfrelsis nær m.a. til kvikmynda. Önnur ástæða fyrir frumvarpinu er sú almenna stefna sem mörkuð hefur verið, að opinber eftirlitsstarfsemi sé ekki umfangsmeiri en þörf er á.

Opinber stofnun, Kvikmyndaskoðun veitir skv. núgildandi lögum leyfi til sýningar kvikmynda hér á landi og getur stofnunin bannað sýningu kvikmyndar eða bundið leyfi til sýningar skilyrðum. Telur menntamálaráðuneytið rétt að slík kvikmyndaskoðun af hálfu ríkisvaldsins verði afnumin enda beri hún öll einkenni ritskoðunar.

Ráðgjafanefnd um opinberar eftirlitsreglur sem m.a. hefur fjallað um eftirlitsstarfsemi á vegum Kvikmyndaskoðunar hefur bent á að ekki gæti jafnræðis milli atvinnugreina þar sem eftirlit Kvikmyndaskoðunar beinist aðallega að starfsemi kvikmyndahúsa og dreifingaraðila myndbanda, en sjónvarpsstöðvar séu nánast að öllu leyti undanþegnar því beina eftirliti sem gildandi lög um skoðun kvikmynda og bann við ofbeldiskvikmyndum kveða á um. Einnig hefur nefndin bent á mikinn kostnað fyrir atvinnulífið vegna eftirlitsins. Lagði nefndin til að Kvikmyndaskoðun yrði lögð niður en barnaverndarsjónarmiða yrði gætt með öðrum hætti en lögin gera nú ráð fyrir.

Sú ákvörðun að leggja til afnám ritskoðunar kvikmynda af hálfu stjórnvalda leiddi til þess að ráðuneytið leitaði annarra leiða til þess að tryggja að fyrir hendi verði kerfi sem fallið sé til þess að vernda börn og ungmenni fyrir skaðlegum áhrifum sem kvikmyndir kunna að hafa á sálarlíf þeirra. Annars vegar hafa Félag kvikmyndahúsaeigenda og SMÁÍS - Samtök myndbandarétthafa gert með sér samning um skoðun og mat á kvikmyndum sem sýndar eru í kvikmyndahúsum og dreift er á myndbandaleigum. Samningsaðilar munu miðla upplýsingum og leiðbeiningum til foreldra og annarra forráðamanna barna og ungmenna um efni og sýningarhæfni kvikmynda.

Á hinn bóginn hafa fulltrúar sjónavarpsstöðva gert með sér samning um skoðun og mat á öllu sjónvarpsefni sem ætlað er til sýningar í sjónvarpi. Jafnframt koma samningsaðilar sér upp sameiginlegu merkjakerfi sem aðstoðar foreldra og aðra forráðamenn við að meta sýningarhæfni sjónvarpsefnis fyrir börn og ungmenni undir sjálfræðisaldri.

Í frumvarpinu er farin sú leið að banna aðgang barna að ofbeldiskvikmyndum nema foreldrar eða aðrir forráðamenn þeirra meti það beinlínis svo að þau hafi til þess þroska að horfa á slíkar myndir í þeirra fylgd.

Með því að stjórnvöld hætti skoðun kvikmynda fyrir sýningu þeirra og sú ríkisstofnun sem hefur annast þetta hlutverk á vegum ríkisins, Kvikmyndaskoðun, verði lögð niður verður þeim aðilum sem gera kvikmyndir, sýna þær, selja eða dreifa með öðrum hætti, gert skylt að meta eða láta meta kvikmyndir á eigin vegum fyrir sýningu þeirra. Þessir aðilar verða ábyrgir gerða sinna fyrir dómi ef þeir gerast sekir um brot á þeim lögum sem heimila skorður á tjáningarfrelsi. Er það í samræmi við önnur tilvik í íslenskum rétti þar sem tjáningarfrelsi er talið misbeitt, svo sem um prentað mál og útvarpsefni. Eftirlit framkvæmdarinnar hvílir á barnaverndaryfirvöldum og lögregluyfirvöldum. Barnaverndarstofa hefur heimild til að stöðva sýningu og dreifingu kvikmyndar tímabundið, í sólarhring, til þess að láta fara fram mat eða endurmat á sýningarhæfni kvikmyndar, eða kæra sýningu eða dreifingu hennar til lögreglu.

Hér er miðað við að um neyðarheimild sé að ræða sem einungis verði beitt í undantekningartilfellum.

Verði frumvarpið að lögum og ef fyrirliggjandi samningar koma til framkvæmda verður mat og skoðun kvikmynda á Íslandi í meginatriðum eftirfarandi:

1. Opinber ristkoðun er afnumin.
2. Engar kvikmyndir eru fyrirfram bannaðar.
3. Fullorðið fólk má horfa á þær kvikmyndir sem það sjálft kýs.
4. Aðgangur að ofbeldiskvikmyndum samkvæmt sérstakri skilgreiningu er bannaður ungmennum undir sjálfræðisaldri. Þó má hafa hvaða kvikmynd sem er til sýningar opinberlega fyrir börn sem hafa náð sjö ára aldri, enda horfi þau á myndina í fylgd foreldris eða annars fullorðins áhorfanda.
5. Allar kvikmyndir sem ætlaðar eru til sýningar fyrir börn og ungmenni undir sjálfræðisaldri skulu metnar um sýningarhæfni fyrir mismunandi aldursskeið til leiðbeiningar fyrir foreldra og aðra forráðamenn barna. Aðilar innan kvikmyndagreinarinnar og sjónvarpsstöðvar eftir því sem við á annast matið. Foreldrar ráða því síðan hvaða myndir börn þeirra horfa á.
6. Allar kvikmyndir skulu merktar samkvæmt mati á sýningarhæfni fyrir ungt fólk, matsins skal getið í auglýsingum og annarri kynningu á kvikmyndum, sem og þess ef kvikmyndir eru aðeins ætlaðar til sýningar fyrir fullorðna áhorfendur.
7. Kvikmyndaframleiðendur, kvikmyndahúsaeigendur, þeir sem selja og leigja myndbönd og mynddiska og aðrir þeir sem dreifa kvikmyndaefni bera ábyrgð á því að starfsemi þeirra sé í samræmi við lög og svara til saka fyrir gerðir sínar ef út af bregður.

Heimild: Menntamálaráðuneytið

Fara efst á síðuna
 

Noregur

3.6.2002: Einkaréttur á útvarpi í viðskiptaskyni til alls landsins boðinn út

Menningar- og kirkjumálaráðuneytið hefur boðið út einkaréttinn til að stunda útvarpssendingar á vegum ríkisins sem fjármagnaðar eru með auglýsingum fra 1. janúar 2004. Í dag hefur P4 þennan einkarétt.

"- Markmiðið með þessu útboði er að til verði ein hágæða útvarpsrás og víðfeðmt tilboð til hlustenda. Þess vegna er lögð áhersla á almenningsþjónustuþáttinn",segir Valgerd Svarstad Haugland, ráðherra í fréttatilkynningu.

Síðar verður boðinn út einkaréttur til útvarpssendingar sem ná til um 50-70 prósenta af þjóðinni. Ráðuneytið gerir ráð fyrir að bjóða út og veita einkaréttinn á árinu 2003.

Hvað varðar umrætt útboð segir í fréttatilkynningu:

"Ríkisstjórnin telur einkaréttinn mikilvægan menningarpólitiskan áhrifamátt sem á að tryggja íbúum Noregs útvarpsframboð sem er aðlagað norskum aðstæðum. Gerðar eru kröfur um að sendingarnar nái minst 90 prósentum af þjóðinni um FM-bandið. Innihaldið á að spanna vítt, bæði að efni og tegund, og talað efni má nema dágóðum hluta af sendifletinum. Norsk tónlist og fjölbreytilegt tónlistarframboð verður að einkenna sendingarnar og þar á líka að vera:

- fréttir og fréttatengt efni
- lífsviðhorfsþættir
- þáttur fyrir börn og unga
- dagskrá á samísku
- dagskrá fyrir minnihluta af erlendum uppruna
- beiting hinna opinberu norsku tungumála og málýskna

Aðalskrifstofa og meginfréttastofa rásarinnar verða að vera utan Óslóar. Handhafi einkaréttar skal greiða 160 miljóna norskra króna til ríkisins þegar einkarétturinn er veittur, þar sem einkarétturinn veitir rétt til að nýta knöpp tíðnisvið.

Einkaréttartímabilið er 10 ár og hefst 1. janúar 2004. Fresturinn til að sækja um einkarétt er til 4. september 2002 og einkarétturinn verður væntanlega veittur á árinu 2002.

Heimild: Menningar- og kirkjumálaráðuneytið


3.5.2002: Norsk fjölmiðlaloftvog 2001 - Norðmenn sitja meira fyrir framan skjáina

Norsk fjölmiðlaloftvog frá Hagstofu Noregs, SSB, sýnir að frá 2000 til 2001 hafa Norðmenn í verulegum mæli aukið notkun netsins, jafnframt því sem sjónvarpsáhorf eykst líka "Síðustu árin hefur verið samdráttur í dag- og vikublaðalestrinum en bókalesturinn virðist vera á leiðinni upp aftur", segir í tilkynningunni frá SSB.

Dag- og vikublaðalestur Norðmanna á meðaldegi hefur dregist saman frá 1995 til 2001, sama á við um fjölda útvarpshlustenda. Hlutfall þeirra sem lesa bækur daglega er að aukast aftur eftir samdráttur á 10. áratugnum.

"Mikil aukning hefur átt sér stað í aðgangi að auknum samskiptatilboðum á norskum heimilum á undanförnum árum. Á meðan helmingur þjóðarinnar hafði aðgang að tölvu á heimili árið 1997 höfðu þrír af fjórum slíkan aðgang árið 2001. Aðgangurinn að Interneti hafði aukist enn meira. Á meðan rúmlega tíundi hver maður hafði aðgang að netinu á heimilinu árið 1997 voru þeir þrír af fimm sem höfðu sama aðgang árið 2001. Á meðan tæplega þrír af fimm höfðu eigin farsíma árið 1999 höfðu rúmlega þrír af fjórum slíkan aðgang tveim árum síðar", segir SSB.

"Stóri sigurvegarinn á Internetinu er samt Internetið. Á meðan 7 prósent notuðu Internetið á dag árið 1997 hafði sú tala aukist í 34 prosent árið 2001 segir í tilkynningunni frá SSB.

Heimild: Hagstofa Noregs

Fara efst á síðuna
 

Svíþjóð

11.6.2002: Sama heildartilboð þrátt fyrir svipskipti SVT 1 og SVT 2

Árið 2001 skipti sænska ríkissjónvarpið um svip á rásunum SVT 1 og SVT 2. Rannsóknarnefndin fyrir hljóðvarp og sjónvarp segir í skýrslu að þetta hafi verið markverðasti atburðurinn á dagskrárárinu 2001 og að hann hafi ekki leitt til breytingar á heildartilboðinu frá sænska ríkissjónvarpinu.

"Í rannsókninni er hugað að átta sjónvarpsrásum: SVT 1, SVT 2, TV 3, TV 4, Kanal 5, TV 6, ZTV og TV 8. Á 10. áratugnum var dagskrárframboðið þokkalega stöðugt. Í ljósi þessa er breytingin á dagskrársvip SVT1 og SVT2 einstæð segja skýrsluhöfundar. SVT1 er haldið á lofti sem breiðri rás með margar fréttir og skemmtun og SVT 2 er sérhæfðari og staðreyndamiðaðri rás" segir Dagens Nyheter/TT.

"Rannsóknin er sú sjötta í skipulaginu segir TT, og hefur hún verið framkvæmd af stofnuninni fyrir blaðamennsku og fjölmiðlun við Gautaborgarháskóla".

Heimild: Dagens Nyheter/TT


10.6.2002: Upplýsingatækninefndin vill fá "breiðþjónustu"

"Breiðþjónusta" er heiti Upplýsingatækninefndarinnar á þeirri stafrænu þjónustu sem er mikilvæg og á að vera notuð af eins mörgum og hægt er.

Nýlega lagði Upplýsingatækninefndin fram sitt álit á því sem getur farið að gerast: "Breiðþjónusta - nýtt tímabil í upplýsingatæknimálum - SOU 2002:51".

"Með nýrri bóki sinni um Breiðþjónustu leggur Upplýsingatækninefndin grunninn að nýju tímabili í upplýsingatæknimálum. Hún er byggð á aðgerðum undanfarinna ára í þá veru að veita fleira fólki aðgang að tölvum, Interneti og breiðbandi. Raunverulegar aðgerðir í þá veru að kerfisbinda og koma lagi á upplýsingar eiga að skila okkur uppskeru úr fyrri aðgerðum í formi þjónustu í daglegu lífi og starfi, þjónustu sem eru til gagns fyrir alla og gera fyrirtækjunum auðveldara fyrir að framleiða og stunda viðskipti" segir í fréttatilkynningu.

Heimild: Upplýsingatækninefndin

Fara efst á síðuna
 

Norðurlöndin

8.5.2002: Norræn barnasjónvarpsrás loks staðreynd?

Breyting í stafræna tækni í jarðsjónvarpsneti alls staðar á Norðurlöndum getur kannski opnað möguleika á samnorrænni barnasjónvarpsrás sem taka má á móti á öllum heimilum segir í rafrænu fréttabréfi DR.

Slíkar áætlanir hafa verið ræddar og settar á dagskrá nokkrum sinnum. Nú hefur það gerst aftur á fundi forsvarsmanna NRK, SVT, YLE og DR í Stokkhólmi 3. mai s.l.

"Hins vegar eru aðrar spurningar sem greiða verður úr áður en ákvörðun er tekin um barnarás. Það á ekki aðeins við um fjármálin í verkefninu, heldur einnig flóknar aðstæður varðandi réttindi að hinum mörgu frábæru barnaþáttum sem til eru í söfnum norrænu almenningsþjónustustöðvanna. Þær verða verulegur hluti þáttanna en þessar áætalnir verða aðeins að raunveruleika að takist að ráða fram úr réttindamálunum" segir í fréttabréfinu.

"Norðurlöndin framleiða einhverju frábærustu barnaþættina í heiminum en við höfum hvorki útsendingarrými eða fjárhagslega burðgargetu til þess að senda fleiri barnaþætti, ef við ruglum ekki saman reytunum, t.d. í formi samnorrænnar rásar", segir Christian S. Nissen við fréttabréfið, og hann bætir við að "hrópandi þörf er á norrænu sjónvarpi handa börnum sem gæti verið valkostur fyrir börn í stað þess rusls sem nú er boðið upp á á alþjóðlegum barnarásum sem reknar eru í hagnaðarskyni".

Hinar fjórar norrænu almannaþjónustu-rásir eiga þegar sameiginlegt framleiðslufélag fyrir barnaþætti, Nordmagi A/S, og innan ramma þessa samstarfs á að athuga hvað þarf til að hægt sé að koma á sameiginlegri barnasjónvarpsrás.

Heimild: Rafrænt fréfttabréf DR


15.4.2002: Ný norræn kvikmyndaverðlaun árið 2002

Norrænu menningarmálaráðherrarnir og Norðurlandaráð hafa samþykkt að stofna til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir árið 2002. Verðlaunin verða afhent í Helsinki í októbermánuði 2002 þegar Norðurlandaráð fagnar 50 ára afmæli sínu og þau nema DKK 350.000.

"Á Norðurlöndum eru framleiddar margar góðar kvikmyndir og það á sér stað í umfangsmiklu og vaxandi samstarfi milli kvikmyndaskapara og kvikmyndamanna, leikara og tæknimanna á Norðurlöndunum. Hið aukna samstarf hefur haft jákvæðar afleiðingar og leiðir til aukinnar breiddar og gæða í norrænni kvikmyndaframleiðslu.

Tilgangurinn með kvikmyndaverðlaununum er að tryggja aukið framboð og drefingu á norrænum kvikmyndum um öll Norðurlöndin í því skyni að efla þannig sameiginlega menningu og þróa menningarlegan heimamarkað", segir í fréttatilkynningu frá norska menningar- og kirkjumálaráðuneytinu.

Heimild: Menningar- og kirkjumálaráðuneytiðFara efst á síðuna