svane.jpg - 2932 Bytes Medier i Norden

Fyrsta ársfjórðungsútgáfa 2002
  
    Aðalsíða - á íslensku | Safn: Ársfjórðungsleg útgáfa | Yfirlit   
  Efnisyfirlit

Danmörk   |  Finnland   |   Ísland   |   Noregur   |   Svíþjóð   |   Norðurlöndin

  Ársfjórðungsútgáfur á Medier i Norden
á íslensku eru til á netinu frá og með árinu 1998. Í þeim er að finna útdrátt á íslensku úr greinunum í Medier i Norden á skandinavísku: Resymé.

Öllum er frjálst að vitna í Medier i Norden ef heimildar er greinilega getið.

  Ritstjóri                                                  Ábyrgðarmaður
Terje Flisen (TF)                                      Søren Christensen, framkvæmdastjóri
Postboks 1726 Vika                                 Nordisk Ministerråd,
0121 Oslo, Norge                                     Store Strandstræde 18
Tlf. + 47 22 36 46 45                                DK-1255 København K., Danmark

Medier i Norden (áður Nordisk Medie Nyt) ISSN 1396-9331 ­ rafræn útgáfa.

 

Danmörk

13.3.2002: Samningur um 13 milljónir DKK til stafrænnar vinnslu á menningararfleifðinni

Danska menningararfleifðin, meðal annars kvikmyndir, skjalasafnagögn og listauður, verður í framtíðinni aðgengileg á tölvutæku formi.

"Í starfið að því að koma menningararfleifðinni á stafrænt form eru veittar DKK 13 milljónir króna samkvæmt þeim samningi, sem ríkisstjórnin hefur í dag gert við Jafnaðarmannaflokkinn, Radikale Venstre og Sósialíska þjóðarflokkinn um peningana úr uppboði haustsins á leyfisgjöldum fyrir þriðju kynslóðar farsímanet", segir í fréttatilkynningu frá menningarmálaráðuneytinu.

"Nú hyggst Brian Mikkelsen menningarmálaráðherra veita féð í stafræna vinnslu á hlutum af danskri menningararfleifð og þar með gera menningararfleifðina aðgengilega fyrir kennslu, rannsóknir og menningarlega menntun og upplifun um Netið, svo og að tryggja varðveislu hinna annars viðkvæmu gagna.

`Það er úrslitaatriði að dönsk menning verði aðgengileg á Netinu, svo að allir geti kynnt sér hana í gegnum tölvuna heima í stofu og samtidig eigi þess jafnframt kost að nýta hana sem innblástur eða í frekari vinnu á menningu. Því er ég ánægður með að þetta viðbótarfé hleypir enn meiri krafti í vinnuna að því að breyta danskri menningu á stafrænt form`, segir menningarmálaráðherrann.

Í mörgum söfnum, bókasöfnum og skjalasöfnum er mikill auður þekkingar og vitnisburðar um danska menningarfleifð sem hentar til stafrænnar vinnslu. Um getur verið að ræða myndlist, landabréf, ljósmyndir, hljóðupptökur og skjalasöfn opinbera geirans. Jafnframt er þess kostur að efla þróun og stafræna vinnslu menningarlegrar starfsemi af ólíku tagi, svo sem sýndarsöfn, stafrænan aðgang að danska kvikmyndaauðnum og stafræna miðlun kirkubóka og alþýðusagna".

Heimild: Menningarmálaráðuneytið


5.2.2002: Umbætur á menningarsviðinu eiga að koma í stað aukinna fjárveitinga

Fjárhagsleg umgjörð dansks menningarlífs kemur ekki til með að breytast verulega næstu fjögur árin, sier Brian Mikkelsen (K), menningarmálaráðherra , í viðtali við Politiken. En hann bendir á að umbætur gera það kleift að losa fjármagn í nýja og annars konar starfsemi innan umgjarðarinnar.

Danska ríkisstjórnin lagði fram ný fjárlög (finansloven) fyrir 2002 í lok janúarmánaðar. Menningarmálaráðherra hefur undanfarna viku átt í viðræðum um minni háttar átriði í fjárlögunum, og "... Miðað við upphaflega ráðagerð höfum við útvegað 155 milljónir danskra króna til menntamála og bókasafna, og það er mjög áríðandi, því gott listrænt nám er þáttur í undirstöðu menningar framtíðarinnar, segir Brian Mikkelsen við Politiken.

Ný leikhúsa- og kvikmyndalög og umfangsmikil fjölmiðlalög eru í vinnslu og verða kynnt Folketinget fyrir sumarleyfi segir í Politiken.

"Á kvikmyndasviðinu er menningarmálaráðuneytið og Kvikmyndastofnunin nú að meta gildandi kvikmyndalög og aðstæður fyrir danskar kvikmyndir yfirleitt. Einnig hér verður fjárhagsleg umgjörð þröng.

En viðmiðunin verður samt 100 milljónum yfir því sem lagt var upp med í 1998, undirstrikar Brian Mikkelsen, og gæðaefling síðustu árin gerir einnig að verkum að kvikmyndir afla mun meiri peninga en áður", skrifar Politiken.

Heimild: Danska kvikmyndastofnunin

Fara efst á síðuna
 

Finnland

4.2.2002: Sjónvarps- og kvikmyndageirinn í Finnlandi er háður opinberum styrkjum

"Í rannsókninni er skoðaður fjárhagur fyrirtækja í greininni og hvaða áhrif mismunandi styrkjafyrirkomulag hefur á hann. Fyrir rannsóknina voru athuguð uppgjör 105 sjónvarps- og kvikmyndafyrirtækja fyrir 1999", skrifar menntamálaráðuneytið.

"Kvikmyndaframleiðslufyrirtækin voru augljóslega mest háð opinberum styrkjum. Starfsemi þeirra í núverandi umfangi væri ekki möguleg án styrkja. Hagkvæmnissvigrúm verður í meira en helmingi fyrirtækja sem stunda sjónvarpsframleiðslu vegna styrkjanna. Töluverð vandamál í finnsku kvikmyndaframleiðslunni stafa af fáum kvikmyndahúsaheimsóknum Finna og hinni takmörkuðu markaðshlutdeild innlendra kvikmynda."

Heimild: Menntamálaráðuneytið


31.1.2002: Ný breiðbandsþjónusta er aðgengileg í nærri öllum sveitarfélögum

Æ fleiri finnsk heimili hafa aðgang að breiðbandsþjónustu segir í tilkynningu frá samgönguráðuneytinu.

"Einnig hefur framboð á hefðbundinni fjárskiptaþjónustu aukist á undanförnum árum. Aðgangur að langlínusamtalsþjónustu, alþjóðlegri fjarskiptaþjónustu og einkum farsímaþjónustu hefur aukist verulega", segir í fréttatilkynningunni.

"Aðgengi að fjarskiptaþjónustu sem nýtist á heimilum hefur verið athugað að beiðni samgönguráðuneytisins. Meðal Internet-tenginga fyrir heimili er langtum best aðgengi að ISDN. Tengja má nærri öll heimili við ISDN í öllum finnskum sveitarfélögum.

Jafnvel nýjar breiðbandstengingar (ADSL-þjónusta) er hægt að fá alls staðar í Finnlandi. Munurinn er mjög lítill mill einstakra landshluta. ADSL-þjónusta er á boðstólum í öllum finnskum sveitarfélögum að undanskildum átta. Þau sveitarfélög eru í suður- og vesturhluta Finnlands auk Álandseyja. Í öðrum sveitarfélögum eru möguleikarnir á að útvega ADSL-tengingu tiltölulega góðir; minnst helmingurinn af heimilum sveitarfélaganna hafa aðgang ADSL-þjónustu.

Framboð á fjarskiptaþjónustu á mismunandi svæðum í Finnlandi fer fyrst og fremst eftir því hvort fyrir hendi er einn eða fleiri þjónustaaðilar. Aðgengi að nýrri fjarskiptaþjónustu er oft háð því hvort á svæðinu er nægilega mikið þéttbýli til þess að mæta þeim viðbótarfjárfestingum sem þjónustan útheimtir", segir í fréttatilkynningunni.

Heimild: Samgönguráðuneytið

Fara efst á síðuna
 

Ísland

6.2.2002: Landssíminn mun hefja útsendingar á stafrænu sjónvarpi

Landssími Íslands mun hefja útsendingar á stafrænu sjónvarpi næsta haust. Er þar átt við nýja tækni sem eykur möguleika við dreifingu sjónvarpsefnis og er áætlað að bjóða mun fleiri sjónvarpsrásir en nú eru til staðar. Samningar standa yfir milli Símans og þeirra aðila sem selja búnaðinn og þá sem leggja til nýtt sjónvarpsefni.

Samhliða því að hefja útsendingu á stafrænu sjónvarpi áætlar Síminn að ljúka við að gera breiðbandsnet sitt gagnvirt og verður þá hægt að bjóða sítengt háhraða internet á breiðbandinu öllu. Gagnvirknin er forsenda fyrir þróun stafræns sjónvarps en með því verður hægt að velja ólíka þjónustu, t.d. sölu á sjónvarpsþáttum, heimaverslun, nettengingar o.fl.

Breiðband Landssímans nær nú til um helmings heimila á höfuðborgarsvæðinu og gera áætlanir ráð fyrir að breiðbandið verði lagt inn í öll ný hverfi og í þau hverfi þar sem lagnir eru endurnýjaðar. Síminn hyggst kanna áhuga stærri aðila á sameiginlegu átaki við að leggja breiðbandið með meiri hraða en auk þess skoðar Síminn aðra dreifimöguleika til að geta veitt stafræna sjónvarpsþjónustu sem víðast á landinu.

Heimild: Menntamálaráðuneytið


23.1.2002: Alþingi Íslands samþykkir ný kvikmyndalög

Alþingi Íslands samþykkti hinn 14. desember sl. ný kvikmyndalög sem leysa af hólmi núgildandi lög um kvikmyndamál. Lögin taka gildi 1. janúar 2003.

Helstu breytingar og nýmæli sem í lögunum felast eru:

1. Tvær stofnanir sinna þeim verkefnum sem nú heyra undir Kvikmyndasjóð Íslands, annars vegar Kvikmyndamiðstöð Íslands er hafi með höndum verkefni sambærileg þeim er Kvikmyndasjóður Íslands hefur sinnt og hins vegar Kvikmyndasafn Íslands sem verður sjálfstæð stofnun og á hún að sinna varðveislu íslenskra kvikmynda auk þess sem safninu er ætlað að taka við þeim kvikmyndum sem falla undir lög um skylduskil safna og varðveita þær.

2. Ákvæðum um fyrirkomulag úthlutunar framlaga til kvikmyndagerðar hefur verið breytt. Forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar tekur endanlega ákvörðun um úthlutun framlaga í samræmi við ákvæði í reglugerð sem sett verður að fenginni umsögn kvikmyndaráðs.

3. Sett verður á laggirnar kvikmyndaráð opinberum aðilum til ráðgjafar um aðgerðir í kvikmyndamálum. Ráðið tekur ekki ákvarðanir um stjórnsýsluleg eða fjárhagsleg málefni enda eru þau á ábyrgð forstöðumanna Kvikmyndamiðstöðvar og Kvikmyndasafns, á verksviði hvors um sig.

4. Veitt er heimild fyrir markaðsnefnd sem gegni því hlutverki að auka atvinnu við kvikmyndagerð hér á landi. Slíkar nefndir eru starfandi víða erlendis og hafa það hlutverk að gera viðkomandi lönd eða borgir að sögusviði og upptökustað erlendra kvikmynda, bæði í þeim tilgangi að auka atvinnu við kvikmyndagerð á viðkomandi stað og jafnframt koma landinu á framfæri við áhorfendur hvarvetna í heiminum.

Heimild: Menntamálaráðuneytið

Fara efst á síðuna
 

Noregur

1.3.2002: Menningar- og kirkjumálaráðherra hyggst styrkja NRK

Að áliti norsku ríkisstjórnarinnar er afar mikilvægt að varðveita almenningsútvarp sem er ekki rekið í gróðaskyni, sagði Valgerd Svarstad Haugland, menningar- og kirkjumálaráðherra, í greinargerð um NRK í Stórþinginu.

"Hún tjáði skýran vilja sinn til að bæta umgjörð NRK og útlistaði þrjá kosti í þá veru að bæta fjárhagslega stöðu NRK; annað hvort að auka tekjur NRK beint með því að hækka afnotagjöldin, og draga úr kostnaði NRK með breytingum á afnotagjaldakerfinu eða með viðbótarframlögum til NRK á fjárlögunum", segir í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu.

"- Ríkisstjórnin hefur ekki komist að endanlegri niðurstöðu, en kemur aftur með áþreifanlegar hugmyndir í sambandi við fjárlögin, Svarstad Haugland, ráðherra.

Hún vísaði til þess að meginþátturinn í fjölmiðlastefu ríkisins er að tryggja tjáningarfrelsið sem er forsenda virks lýðræðis. Annað meginmarkmið með fjölmiðlastefnunni er að tryggja menningarlegan margbreytileyka og fjölmiðlaframboð á norsku. - Meira en nokkru sinni er þörf á trúverðugri uppsprettu upplýsinga og skemmtunar, sem er á norsku og hvílir á norskri menningu og hefð. Tekjurnar af afnotagjöldum veita NRK frelsi frá því að miða eingöngu við viðskiptaleg sjónarmið og því verður NRK kleift að framleiða þætti sem útvarpsstöðvar reknar á auglýsingatekjum geta ekki boðið, sagði ráðherrann.

Ráðherrann gerði einnig grein fyrir því útboðsfyrirkomulagi sem valið hefur verið í löndum á borð við Stóra-Bretland, Finnland og Portugal. Fyrirkomulagið felur í sér að þeirri flutningsgetu sem ekki er ætlað almenningsstöðvunum verði ráðstafað af félagi, sem dreifir henni til annarra í samræmi við stefnumörkun stjórnvalda.

- Ríkisstjórnin metur hvort fara eigi sömu leið í Noregi en slíkt mundi hafa í för með sér að flutningsgetan verði fengin aðila sem fær útvarpsleyfi að lokinni tilkynningu. - Ríkisstjórnin hefur ekki tekið endanlega ákvörðun, en hyggst nú senda málið til almennrar umsagnar. Þegar öll sjónarmið hafa komið fram verður tekin endaleg afstaða, undirstrikar Svarstad Haugland.

Hún vék ekki aðeins að fjárhagslegri stöðu fyrirtækisins, heldur einnig að grundvallarreglum varðandi stjórnun NRK.

- Meginmálið hlýtur að vera – fyrir NRK og fyrir önnur hlutafélög í ríkiseigu – að stjórnun ríkisins eigi sér stað á almennum nótum. Innan ramma almenningsútvarpsverkefnisins verður stjórn og stjórnedur félagsins að hafa vítt svigrúm.

- Aðgerðir sem hafa beintar og veigamiklar afleiðingar fyrir almenningsútvarpstilboðið er aftur á móti pólitískt mál, sagði Valgerd Svarstad Haugland, menningar- og kirkjumálaráðherra".

Heimild: Menningar- og kirkjumálaráðuneytið


18.2.2002: Stöðugt dagblaðaupplag 2001

"Heildarupplagið hefur minnkað um tæplega 15.000 eint. (-0,5%) úr heildarupplagi sem nemur 3 milljónum eintaka. Ef við teljum með nýju félagsblöðin þrjú eykst heildareintakafjöldi um 10.000 eintök.", að því er segir í tilkynningu frá Landssambandi fjölmiðlafyrirtækja (Mediebedriftenes Landsforening).

Tölurnar tala sínu skýra máli: Stóru lands- og lausasölublöðin hafa styrkt stöðu sína og fjármálablöðunum gengur áfram vel, svæðisblöðin eiga í erfiðleikum, en flest staðarblöðin eru stöðug.

"Norðmenn hafa verið taldir meðal mestu kaupenda dagblaða og lesenda í heiminum. Frá þeim sjónarhóli séð og í samanburði við grannlöndin er stöðugleikinn í sjálfum sér ótrúlegur", skrifar Landssamband fjölmiðlafyrirtækja.

Heimild: Landssamband fjölmiðlafyrirtækja

Fara efst á síðuna
 

Svíþjóð

6.3.2002: 61 dagblað jók upplagið, 77 máttu þola samdrátt árið 2001

61 dagblað jók upplagið 77 máttu þola samdrátt í upplagi sýna tölur frá Tölfræðistofu dagblaða (Tidningsstatistik (TS)). Heildarupplagið minnkaði um 0,8 prosent, í samanburði við árið 2000. Eintakafjöldi dagblað var samtals 4.073.200.

"Aftonbladet varð að nýju stærsta dagblað Svíþjóðar með 401.800 eintaka upplag, sem er aukning um 20.200 á virkum dögum. Expressen, með 333.500 eintaka upplag (minnkun um 53.100) lenti í þriðja sæti á eftir Dagens Nyheter sem ruddi sér leið inn milli síðdegisblaðanna tveggja með 360.500 eintaka upplag, fækkun um 600 eintök. Á sunnudögum er Expressen áfram stærst og strax á eftir kemur Aftonbladet.

Dagens Industri er áfram með stórt upplag, 124.600 eintök, þrátt fyrir minnkun um 1.900 eintök. Fyrsta heila árið með Svenska Dagbladet í minna broti leiddi af sér 174.500 eintaka upplag, minnkun um 1.800. Á seinni helmingi árs jókst fjöldinn um 2.100. Näringsliv jók fjöldann um 2.300 í 6.600", skrifar Tölfræðistofa dagblaða (Tidningsstatistik) í fréttatilkynningu.

Heimild: Tölfræðistofa dagblaða (Tidningsstatistik)


1.3.2002: Tekjurnar af afnotagjöldum sjónvarps aukast

Hert eftirlit og aukinn stuðningur við greiðslu afnotagjalda af hálfu sjónvarpsáhorfenda hafði í för með um 24 milljóna sænskra króna viðbótarnettótekjur fyrir Radiotjänst árið 2001 að sögn TT/Dagens Nyheter/Metro Göteborg.

"Ef umreiknað er í fjölda greiðenda afnotagjalda eru það 14.368 greiðendur til viðbótar, segir í Metro Göteborg. - Við erum orðin skilvirkari og vinnum skipulegar en áður, segir Lars Lindberg hjá Radiotjänsts við blaðið.

Í fyrra innheimti Radiotjänst um 5,8 miljarða sænskra króna í afnotagjöldum, þetta er fé sem rennur beint í starfsemi sænska sjónvarpsins og hljóðvarpsins. Féð er komið frá 3,3 miljónum einstaklinga sem greiða fyrir sitt sjónvarpsáhorf.

Séð í evrópsku ljósi eru þetta bara tölur", segir TT/Dagens Nyheter/Metro Göteborg.

Heimild: TT/Dagens Nyheter/Metro Göteborg

Fara efst á síðuna
 

Norðurlöndin

11.3.2002: Danir eru manna iðnastir á Norðurlöndum að nýta tilboð almannaþjónustu-rásanna

Danir nota sjónvarpsdagskrárnar hjá almannaþjónustu-fyrirtækjunum DR og TV2 meira en hjá samkeppnisaðilunum, og hlusta meira á hljóðvarpsrásir DR en á önnur tilboð, segir Radionyt.com. Þar með eru danskir hlustendur og áhorfendur í sérstöðu á Norðurlöndum.

"Það er almennt vitað að einkaútvarpsgeirinn í Danmörku er mjög vanþróaður miðað við sambærileg lönd. Hvergi annars staðar eru útvarpsauglýsingar svo lítill hluti af heildarauglýsingaveltunni. Marvíslegar ástæður eru til þess. Ein þeirra er að ríkið mjög vinsæla stöð, DR, sem mikið er hlustað á, og hún hefur með áþrefanlegum hætti náð til sín meginþorra útvarpshlustenda í Danmörku", segir Radionyt.com sem hefur rannsakað útvarpshlustun, með sænska sjónvarpið er heimildin vegna sjónvarparsáhorfs.

"Dönsku almannaþjónustustöðvarnar tvær DR og TV2 voru árið 2001 með alls 68 % af öllu sjónvarpsáhorfi í Danmörku. Samsvarandi tölur fyrir önnur Norðurlönd voru milli 41 og 43 %.

Radionyt.com hefur rannsakað hvernig ástandið er á hljóðvarpssviðinu. Staðan er sú sama en ekki eins áberandi. Einnig varðandi hljóðvarp eru Danir í forystu þegar hugað er að hlutdeild almannaþjónusturásanna í heildarhlustunartímanum. Árið 2001 hafði DR heildarmarkaðshlutdeild sem nam um 66 % af allri útvarpshlustun, og sá hlutur fer meira að segja augljóslega vaxandi. Á 4. ársfjórðungi 2001 var markaðshlutdeild DR um 67,6 %.

Í Noregi er samsvarandi markaðshlutdeild NRK árið 2000 60 %. Á Íslandi hefur RÚV 52 % markaðshlutdeild og í Finnlandi eru um 56 % af allri útvarpshlustun hjá YLE rásum ríkisins. Svíþjóð svipar mest til Danmerkur hér nær sænska útvarpið stöðugri 65 % markaðshlutdeild", skrifar Radionyt.com.

Heimild: Radionyt.com


6.3.2002: Álandseyjar geta fengið sænskar stafrænar sjónvarpssendingar

Sænska sjónvarpið (SVT) er reiðubúið að veita sjónvarpi Álandseyja aðgang að fjórum stafrænum sjónvarpsrásum til áframsendingar í væntanlegu stafrænu sjónvarpsneti á jörðu niðri á Álandseyjum, segir fréttabréf Norðurlandaráðs/Norrænu ráðherranefndarinar Norðurlöndin í vikunni.

"Tekið er á móti sendingunum frá gervihnetti og dreifingin verður bæði flaumræn og stafræn á aðlögunartímabili. Þar með hefur að öllum líkindum tekist að leysa úr málinu um áframdreifingu SVT á Álandseyjum í sambandi við að flaurænum sendingum verður hætt.

Fréttin hefur verið Álandseyingum léttir, því eyjaskeggjar höfðu haft miklar áhyggjur af því að missa sænska sjónvarpið. Breytingin í stafrænt sjónvarp á Álandseyjum felur í sér að flaumrænn sendir SVT á Väddö í Stokkhólmsskerjagarði verður lagður af.

Það að sendirinn leggst af felur í sér að endurskoða verður samkomulag frá árinu 1966 milli Svíþjóðar og Finnlands þar sem Álandseyjar fengu aðgang að sænsku sjónvarpi um Väddö-sendinn og þar sem Tornedalen öðluðust möguleika til að horfa á sendingarnar fra YLE", segir í Norðurlöndin í vikunni.

Heimild: Norðurlöndin í vikunniFara efst á síðuna