svane.jpg - 2932 Bytes Medier i Norden

Fjórða ársfjórðungsútgáfa 2001
  
    Aðalsíða - á íslensku | Safn: Ársfjórðungsleg útgáfa | Yfirlit   
  Efnisyfirlit

Danmörk   |  Finnland   |  Ísland   |   Noregur   |   Svíþjóð   |   Norðurlönd

  Ársfjórðungsútgáfur á Medier i Norden
á íslensku eru til á netinu frá og með árinu 1998. Í þeim er að finna útdrátt á íslensku úr greinunum í Medier i Norden á skandinavísku: Resymé.

Öllum er frjálst að vitna í Medier i Norden ef heimildar er greinilega getið.

  Ritstjóri                                                  Ábyrgðarmaður
Terje Flisen (TF)                                      Søren Christensen, framkvæmdastjóri
Postboks 1726 Vika                                 Nordisk Ministerråd,
0121 Oslo, Norge                                     Store Strandstræde 18
Tlf. + 47 22 20 80 61                                DK-1255 København K., Danmark

Medier i Norden (áður Nordisk Medie Nyt) ISSN 1396-9331 rafræn útgáfa.

 

Danmörk

3.12.2001: Brian Mikkelsen, menningarmálaráðherra vill hækka afnotagjald sjónvarps árið 2002

Brian Mikkelsen, menningarmálaráðherra, (K) áformar að sögn fréttastofu Ritzaus og dagblaðsins Politiken að hækka afnotagjaldið, en slikt var liður í stefnu fyrrverandi ríkisstjórnar í fjölmiðlamálum. Hækkunin færir DR og TV 2 viðbótartekjur að fjárhæð 176 milljónir DKK árið 2002. Ákvörðun um þetta hefur þegar verið tekin í ríkisstjórninni og verið tilkynnt stofnununum að sögn fréttastofu Ritzaus og dagblaðsins Politiken.

"Hinn nýbakaði menningarmálaráðherra vísar þar með á bug því sem talsmaður Venstre í fjölmiðlamálum fram að þessu, Jens Rohde, hefur sagt, en strax að loknum þingkosningum lýsti hann því yfir að hækkun afnotagjalds væri á skjön við þá stefnu Venstre að hafa skatta óbreytta", segir Ritzaus/Politiken.

Rohde sagði 22. november sl. við Ritzau/Berlingske Tidende að nýja ríkisstjórnin hyggðist gera samkomulagið um fjölmiðlamál sem fyrrverandi ríkisstjórn gerði við flokkana SF og CD í marsmánuði sl.," ... að engu. Því höfum við heitið, og við það stöndum við".

Borgaralega ríkisstjórnin getur farið að einkavæða TV2, en slíkt tekur tíma. "Fyrst þurfum við að losna við skuldir TV2. Því næst verður því breytt í hlutafélag í eigu ríkisins, og síðan má einkavæða það, segir Jens Rohde, sem vill koma einkavæðingaráform í framkvæmd á 3-4 árum.

Til þess að bæta TV2 upp missi afnotagjaldshækkunar áformar Jens Rohde jafnframt að rýmka reglurnar um auglýsingar en að sögn Rohde eru þær allt of hamlandi", segir Ritzaus/Berlingske Tidende.

Heimild: Ritzau/Politiken/Berlingske Tidende


15.11.2001: Danir vilja sjá danskar kvikmyndir

2,4 milljónir bíómiðar samsvara 31 prósents markaðshlutdeild. Þetta er útkoman varðandi dönsku kvikmyndirnar fyrstu níu mánuði ársins samkvæmt tölum frá dönsku hagstofunni. Ef þessi markaðshlutdeild helst síðustu þrjá mánuðina verður 2001 metár.

"Heildarfjöldi seldra aðgöngumiða að dönskum og erlendum kvikmyndum var að loknum þriðja ársfjórðungi 9 % meiri en venjulega, þegar borið er saman við fimm ára tímabilið 1996-2000", segir í fréttatilkynningu frá dönsku kvikmyndastofnuninni.

"Metárið 1999 voru seldar 3,0 milljónir miða að dönskum kvikmyndum en það var á árinu öllu. Hverfa verður aftur til ársins 1981 og áranna áður til að finna viðlika mikinn áhuga á kvikmyndum sem framleiddar eru á vegum danskra aðila", segir í fréttatilkynningu.

Heimild: Danska kvikmyndastofnunin

Fara efst á síðuna
 

Finnland

26.11.2001: Léleg útbreiðsla leiðir til umræðu um tímabundna niðurfellingu stafrænna sjónvarpssendinga í Finnlandi

Framkvæmdastjóri framkvæmdaráðs Ringradio, Markku Laukkanen, hefur sett upp tímafrest vegna útbreiðslu stafræns sjónvarps í Finnlandi segir Aktuelt/Internytt sem gefið er út af YLE.

"Hann álítur að stafrænt sjónvarp eigi þá vera að finna á 60.000 heimilum. Ellegar er möguleiki að horfið verði frá stafrænu sjónvarpi um stundarsakir og að hafist verði handa við það aftur síðar, segir Laukkanen í viðtali í Aamulehti og Turun Sanomat.

Fram að þessu hafa um 10.000 heimili útvegað sér það box sem nauðsynlegt er til að geta horft á stafrænt sjónvarp. Meirihluti boxanna er leigður. Laukkanen er samt bjartsýnn og telur að stafrænt sjónvarp verði meðal mikilvægustu gagnatengla heimilisins árið 2010.

Margareta Pietikäinen frá SFP (Svenska Folkpartiet), sem situr í framkvæmdastjórn Rundradion, segir að slík áætlun hafi aldrei verið rædd þegar hún hefur verið viðstödd. Arne Wessberg, framkvæmdastjóri Rundradion, segir að Rundradion hafi stutt stafrænt sjónvarp heilshugar", segir í tilkynningunni frá Aktuelt/Internytt.

Á fundi í lok nóvembermánaðar komst framkvæmdaráðið að raun um að"... haldið er áfram að þróa stafrænu sjónvarpsrásinar YLE24, Yle Teema og FST nákvæmlega eins og áætlað var," hermir Aktuelt/Internytt.

Heimild: Aktuelt/Internytt

Fara efst á síðuna
 

Ísland

26.11.2001: Skýrsla um fjárhag og rekstur Ríkisútvarpsins kynnt á ríkisstjórnarfundi

Samþykkt var á fundi ríkisstjórnarinnar hinn 20. nóvember sl. að menntamálaráðherra heimilaði Ríkisútvarpinu 7% hækkun á afnotagjöldum frá næstu áramótum, en nú stefnir í 300 milljón króna rekstrartap RÚV á þessu ári.

Á fundinum lagði menntamálaráðherra fram skýrslu vinnuhóps um fjárhag og rekstur RÚV þar sem m.a. kemur fram að fjárhagsstaða stofnunarinnar sé núna með þeim hætti að ekki verði hægt að rétta af reksturinn nema með róttækum hagræðingaraðgerðum og breytingum á dagskrárframboði. Þá segir að lagaákvæði virki greinilega hamlandi fyrir reksturinn þar sem innra stjórnkerfi stofnunarinnar og verkaskipting æðstu stjórnenda séu bundin í lög. Að mati vinnuhópsins er verka- og ábyrgðarskipting milli útvarpsstjóra og útvarpsráðs alls ekki nógu skýr og telur vinnuhópurinn að útvarpsráð hafi haft afskipti af ýmsum málum sem falli augljóslega ekki undir lögbundið stjórnunarumboð ráðsins.

Menntamálaráðherra, segir skýrsluna tala sínu máli og staðfesti nauðsyn þess sem hann hafi haldið fram varðandi málefni Ríkisútvarpsins síðustu árin og að líta þurfi á skipulagsmál og rekstrarfyrirkomulag stofnunarinnar. Ráðherra segist hafa verið talsmaður þess að afnotagjöld féllu niður og mun beita sér sérstaklega fyrir athugun á fjárhagslegum tengslum Ríkisútvarpsins og Sinfóníuhljómsveitar Íslands, en ákveðið hefur verið að stjórnarflokkarnir setji niður hóp undir forystu menntamálaráðherra til að vinna að skipulagsbreytingum á Ríkisútvarpinu og breytingu á opinberri tekjuöflun til að standa undir rekstri þess.

Tekjur af auglýsingum og kostun dregist saman á árinu
Menntamálaráðherra skipaði í lok ágúst 2001 vinnuhóp til að fara yfir fjárhag og rekstur Ríkisútvarpsins. Í skýrslu hópsins kemur fram að RÚV hafi verið rekið með halla undanfarin ár og nú stefni í 300 milljón króna rekstrartap á þessu ári, sem er um 10% af rekstrargjöldum. Að mati vinnhópsins skýra nokkrir þættir versnandi fjárhagsstöðu stofnunarinnar, þ.á.m. hækkun lífeyrisskuldbindinga vegna áhrifa kjarasamninga, hækkun launa og aukinn fjármagnskostnaður vegna lána sem tekin voru til greiðslu á lífeyrisskuldbindingum og vegna flutnings Sjónvarpsins. Tekjur af auglýsingum og kostun hafa farið vaxandi undanfarin ár en dregist saman á þessu ári og því er greiðslustaða RÚV orðin mjög slæm vegna halla og afborgana af lánum.

Ríkisútvarpinu er ætlað að standa undir fjórðungi af kostnaði við rekstur Sinfóníuhljómsveitar Íslands eftir að Menningarsjóður útvarpsstöðva var lagður niður í maí árið 2000. Í skýrslu vinnuhópsins er talið að sú breyting hafi komið fjárhagslega betur út fyrir aðrar útvarpsstöðvar en RÚV.

Þörf á breyttri dagskrá og róttækum aðgerðum í hagræðingu
Í niðurstöðum skýrslunnar segir jafnframt að RÚV sé ætlað að taka þátt í kostnaði vegna Sinfóníuhljómsveitarinnar án þess að hafa nokkuð um rekstur hennar að segja. "Vinnuhópurinn telur afar óheppilegt að ætla einni ríkisstofnun að fjármagna rekstur annarrar ríkisstofnunar með þessum hætti."

Samkvæmt niðurstöðum vinnuhópsins er fjárhagsstaða RÚV orðin þannig að stofnunin muni augsýnilega ekki geta rétt af reksturinn nema með róttækum hagræðingaraðgerðum og breytingum á dagskrárframboði, "t.d. með styttingu útsendingartíma, minna hlutfalli innlends efnis og meiri endursýningum í sjónvarpi og verulegri fækkun viðamestu dagskrárgerðarverkefna í útvarpi, svo sem leikrita og tónlistarþátta. Það er afar mikilvægt að forðast að láta breytingar á dagskrá hafa áhrif á auglýsingatekjur því ef það gerist getur stofnunin lent í vítahring," segir í niðurstöðum skýrslunnar.

Ákvæði laga um Ríkisútvarpið og útvarpslög stangast á í ýmsum efnum, að mati vinnuhópsins. Í skýrslunni kemur fram að innra stjórnkerfi RÚV og verkaskipting æðstu stjórnenda séu bundin í lög og lagaákvæði virki augljóslega hamlandi fyrir rekstur stofnunarinnar. Það sama eigi við um vangaveltur varðandi framtíðarrekstrarform RÚV, sem hljóti að skapa óvissu á meðan niðurstaðan liggi ekki fyrir. Þá telur vinnuhópurinn að verkaskipting á milli útvarpsstjóra og útvarpsráðs sé alls ekki nægilega skýr og til þess fallin að þyngja ákvarðanatöku innan stofnunarinnar. Útvarpsráð farið út fyrir lögbundið umboð ráðsins Vinnuhópurinn telur að verka- og ábyrgðarskipting milli útvarpsstjóra og útvarpsráðs er alls ekki nógu skýr og að útvarpsráð hafi haft afskipti af ýmsum málum sem falla augljóslega ekki undir lögbundið stjórnunarumboð þess og því er afar mikilvægt að ráðið haldi sig við lögbundið hlutverk sitt eða að breyta lagaákvæðum og ætla ráðinu stærra hlutverk.

Vinnuhópurinn telur að endurskoða þurfi lög um Ríkisútvarpið til þess að samræma þau betur útvarpslögum og telur hópurinn sérstaklega mikilvægt að stofnunin líði ekki fyrir "þunglamalegt eða óskýrt stjórnunarkerfi" enda þurfi RÚV að geta brugðist hratt við til að mæta samkeppni og aðlaga sig tekjubreytingum.

"Núverandi stjórnkerfi Ríkisútvarpsins hefur lítið breyst að stofni til í marga áratugi, þrátt fyrir að umhverfi þess og starfsemi hafi tekið miklum breytingum. Sama gildir um hlutverk og lagalegar skyldur Ríkisútvarpsins sem hafa mikið til staðið óbreyttar síðustu þrjátíu árin. Hvort tveggja eru að áliti vinnuhópsins börn síns tíma sem þarfnast gagngerrar endurskoðunar," segir í skýrslunni.

Nokkrar umræður hafa spunnist um rekstrarvanda Ríkisútvarpsins og hvernig brugðist skuli við honum. Menntamálaráðherra lýsti því yfir í umræðum utan dagskrár á Alþingi um fjárhagsvanda Ríkisútvarpsins hinn 10. október sl. að í ljósi þeirrar þróunar sem er í byggðamálum eigi að athuga hvort ekki sé unnt að nýta krafta og húsrými Ríkisútvarpsins á Akureyri með skipulagaðari hætti á þann veg að Rás 2 verði breytt í miðstöð svæðisútvarpa með aðsetur á Akureyri. Hann sagðist mundu beina því til útvarpsráðs og útvarpsstjóra að þessi kostur verði skoðaður til hlítar um leið og lagt er almennt á ráðin um framtíð svæðisútvarpanna.

Útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins lagði fram á fundi framkvæmdastjórnar stofnunarinnar hinn 25. október sl. bókun sem felur í sér frumtillögur eða hugmyndir um hvernig bregðast skuli við fjárhagsvanda Ríkisútvarpsins. Tillögurnar fela m.a. í sér að útsending sjónvarpsins verði stytt umtalsvert, verði frá kl. 18:30 til 22:30 á virkum dögum og ekki lengur en til miðnættis um helgar.

Einnig er lagt til að tíufréttir verði lagðar niður og mjög dregið úr sýningu frá íþróttaviðburðum sem hafa hækkað mikið í innkaupum að undanförnu. Lagt er til að rekstur textavarps og vefjar Ríkisútvarpsins verði einfaldaður og að dagskrá Rásar 1 verði gerð eins einföld og ódýr og mögulegt er. Þá leggur útvarpsstjóri til að tímabundnir ráðningasamningar sem renna út á næstunni verði almennt ekki endurnýjaðir og að hefja þurfi undirbúning að því að losa um aðra samninga.

Heimild: Menntamálaráðuneytið


19.11.2001: Nýbreytni í kennslu verðlaunuð

Menntamálaráðherra veitti hinn 23. nóvember sl. verkefninu "Tölvustudd danska" Evrópumerkið 2001, sem er viðurkenning framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins fyrir nýbreytniverkefni á sviði tungumálanáms og -kennslu.

Verkefnið sem hlaut viðurkenninguna er sniðið fyrir nemendur í dönskuáfanga á almennri braut í Menntaskólanum í Kópavogi. Námsefnið er unnið út frá markmiðssetningu aðalnámskrár framhaldsskóla með tilliti til upplýsingatækni og áherslu á tungumálanám sem nýtist í daglegu lífi.

Í áfanganum er lögð áhersla á aukna ábyrgð nemenda á eigin námi og á að auka sjálfstraust nemenda gagnvart upplýsingatækni og nýjum miðlum. Áfanginn er bókarlaus og allt kennsluefni sótt á margmiðlunardiska og Netið. Öll verkefni í lestri, ritun og hlustun byggjast á notkun rafrænna miðla þar sem helstu viðfangsefni eru menning, heilsa, matur, samskipti og ferðalög.

Talþjálfun fer meðal annars fram í litlum hópum með kennara og í svo kölluðum dönskubúðum, en þá vinna nemendur og kennari saman í einn sólarhring þar sem öll samskipti og samvinna fer fram á dönsku. Námsefnið er eins og fyrr segir sótt á Netið á vefsíðu sem er að hluta til opin almenningi og að hluta tengt aðgangsorði nemenda. Slóðin er: www.ismennt.is/not/thordism/vefur393

Heimild: Menntamálaráðuneytið


14.11.2001: Samspil tungu og tækni - tungutækniráðstefna á vegum menntamálaráðuneytisins

Verkefnisstjórn menntamálaráðuneytisins um tungutækni boðaði til ráðstefnu þriðjudaginn 13. nóvember sl. Menntamálaráðherra, ávarpaði ráðstefnuna, opnaði nýjan vef með ítarlegum upplýsingum um verkefnið og greindi frá stuðningi ráðuneytisins við tungutækniverkefni.

Ráðstefnunni var ætlað að höfða bæði til áhugafólks um íslenska tungu og þeirra sem starfa við upplýsingatækni. Hún markaði upphaf átaks menntamálaráðuneytisins um framgang tungutækni á Íslandi. Markmið átaksins er að stuðla að því að íslenska verði áfram lifandi tungumál íslenskrar þjóðar í þekkingarsamfélagi 21. aldarinnar.

Tungutækni tengir saman málfræði og upplýsingatækni í framleiðslu á hugbúnaði og tækjum. Þannig er mönnum gert kleift að nota tungumálið í samskiptum við tæki. Sem dæmi um tungutækni má nefna talgervla sem breyta texta í tal og hugbúnað sem skilur talað mál. Einnig má nefna hugbúnað til leiðréttingar á stafsetningu og málfari, þýðingarforrit og tölvuorðabækur.

Heimild: Menntamálaráðuneytið

Fara efst á síðuna
 

Noregur

6.12.2001: NRK sparar og sker niður í rekstri, en umræðan um grundvallaratriði í rekstrinum er enn sem komið ekki á döfinni

Stjórn NRK hefur þann 5. desember samþykki niðurskurð í fyrirtækinu, en tap stofnunarinnar verður engu að síður 120 milljónir NOK árið 2002. Sparnaðaraðgerðirnar fela í sér nærri 200 milljónir NOK. Áformað er að hafa komið á jafnvægi í rekstri NRK árið 2003, segir Aftenposten. Meðal sparnaðaraðgerða er það að leggja niður utanríkis-og kennsluritstjórnirnar.

"Valgerd Svarstad Haugland, menningarmálaráðherra, telur John G. Bernander geta búið til meira hljóðvarp og sjónvarp fyrir minni pening. Stéttarfélag NRK er á öðru máli og það vill umræðu um útvarp í þágu almennings", segir Dagsavisen.

"- SV, Miðjuflokkurinn og Verkamannaflokkurinn krefjast þess að ríkisstjórnin taki á málinu og kynni skjal um framtíð NRK. Við óskum eftir því að menningarmálaráðherra snúi sér til stjórnar NRK og breyti ákvörðununum", segir þingmaður og fyrrum menningarmálaráðherra Åslaug Marie Haga (Sp) við Dagsavisen. Hún er einnig á því að Stórþingið eigi að samþykkja að NRK sleppi við virðisaukaskatt, en slíkt getur leitt til 150-170 milljónum króna minni útgjalda á ári.

Almenn umræða um framtíð NRK verður að því er virðist ekki á dagskrá í Stjórþinginu á næstunni. NTB/Aftenposten hermir að tillaga hinna þriggja flokka hljóti ekki stuðning Framfaraflokksins. Flokkurinn álítur að "... Stórþingið eigi að láta reka hlutafélagið NRK sem hlutafélag án íhlutunar stjórnmálamanna", skrifar NTB/Aftenposten. Þar með er ekki meirihluti í Stórþinginu fyrir ákvörðun um umræðu um stefnuna í málefnum NRK.

. Heimild: Dagsavisen/NTB-Aftenposten


6.11.2001: Samstarf milli Telenor og NRK um inntak breiðbands

Telenor og NRK hafa lokið samningum um að prófa og þróa nýja þjónustu og viðskiptaáætlanir fyrir breiðband, segir í fréttatilkynningu frá Telenor. Þróunardeildin NRK Futurum og FSN Telenor (Full Service Network) eru orðin samstarfsaðilar. "Saman eigum við að stuðla að því að Noregur verði í fremstu röð hvað varðar að fylla breiðbandið áhugaverðu efni. Við eigum að þróa bæði spennandi og gagnleg þjónustu sem fljótlegt er að gera að viðskiptavöru og bjóða viðskiptavinum. Fyrir innihaldsbirgja eins og NRK og fjarskiptafyrirtæki á borð við Telenor, er þetta 'vinn - vinn' ástand," segir yfirmaður tæknisamsteypu Telenors, Berit Svendsen, samkvæmt fréttatilkynningu.

Heimild: Telenor

Fara efst á síðuna
 

Svíþjóð

19.11.01: Marita Ulvskog, menningarmálaráðherra, styður ekki frumvarp til laga gegn samruna fjölmiðla

Engin lög verða samþykkt gegn fjölmiðlasamruna, segir Marita Ulvskog, menningarmálaráðherra, í fréttatilkynningu.

"- Við höfum ekki hlotið þann almenna stuðning meðal flokka á þinginu sem við teljum að nauðsynlegur sé til að breyta stjórnarskránni, segir Marita Ulvskog menningarmálaráðherra.

Árið 1999 var m.a. lagt til í greinargerð um fjölmiðlasamruna að aðlaga bann samkeppnislaga gegn samkeppnishamlandi samstarfi og gegn misnotkun á markaðsráðandi stöðu að fjölmiðlafyrirtækjum. Jafnvel var lagt til að laga mætti bann samkeppnislaga gegn fyrirtækjasamruna að hlutum fjölmiðlageirans - að því tilskildu að margbreytileiki og frjáls menningarsamskipti yrðu ekki heft.

Eins og ástandið er í dag er meginreglan að ekki er unnt að beita samkeppnislögunum gegn fjölmiðlafyrirtækjum í Svíþjóð. Í löndum eins og Danmörku, Finnlandi, Þýskalandi, Frakklandi, Stóra-Bretlandi o.s. frv. eru aftur á móti samkeppnislög eða sérstök fjölmiðlalög. Það er slæmt að ekki skuli hafa gengið að fá almennan stuðning við það að jafnvel við hefðum einhlítar reglur á þessu sviði þar sem þróunin á undanförnum 10-15 árum veldur afar miklum áhyggjum", segir í fréttatilkynningu.

Heimild: Menningarmálaráðuneytið


14.11.01: Flaumrænt sjónvarpsnet á jörðu niðri verður lagt niður árið 2007, samkvæmt tillögu nefndar um stafrænt sjónvarp (Digital-TV-kommittén)

"Stafrænt sjónvarp - endurnýjun jarðnetsins" er titillinn á greinargerðinni frá nefndinni. Greiningar nefndarinnar sýna að breyting á jarðnetinu í stafræna tækni er mikilvæg og nauðsynleg, segir í fréttatilkynningu frá menningarmálaráðuneytinu.

"Því fyrr sem flaumrænu sendingarnar leggjast af þeim mun meiri verður sparnaðurinn fyrir samfélagið. Sparnaðurinn nemur rúmlega SEK 500 milljónum á ári. Nefndin álítur því að örva eigi breytinguna í stafræna tækni", segir í fréttatilkynningunni.

"Nefndin leggur til að lokið verði við endurnýjun jarðnetsins með því að:

- stafræn útsending efnis í þágu almennings verði aukin svo hún nái til allra íbúa, þ.e. 99,8 prósent,
- annað sendirými verði aukið eins mikið og tæknilega er mögulegt og viðskiptalega hagkvæmt og að fyrirtæki sem leggja áherslu á mikla drægni njóti forgangs við leyfisveitingar,
- flaumrænar sendingar á jörðu niðri verði felldar niður árið 2007,
- aðilar vinni að því að koma á opnum sameiginlegum staðli svo að árið 2007 verði bæði einfaldari og vandaðri myndlyklar á markaðnum,
- undirbúningsnefnd örvar breytinguna í stafræna tækni.

Í því skyni að koma á skilvirkri útsendingarstarfsemi er lagt til að:

- mikill hluti af útsendingum verði látinn í té utanaðkomandi aðila sem sjálfur setur saman sjónvarpsdagskrá,
- leyfisveitingin er látin stjórnvaldi í té,
- útsendingarleyfi fyrir næsta tímabil gildir í 10 ár,
- dagskrá fyrirtækja í almannaþágu er send órugluð og að kostnaðarlausu að undanskildu afnotagjaldinu,
- í ríkisstjórnin vinni að því í endurskoðuninni á sjónvarpstilskipun ESB að farið verði yfir grundvallarlögmálin um útsendingarlönd.

Meirihluti með mikinn þingstyrk (v, s, mp, c, kd) stendur að baki tillögum nefndarinnar. Tveir fyrirvarar (fp, m) hafa komið vegna greinargerðarinnar", segir í fréttatilkynningu.

Heimild: Menningarmálaráðuneytið

Fara efst á síðuna
 

Norðurlönd

30.10.2001: Tillaga að kvikmyndaverðlaunum Norðurlandaráðs

Stofna ber til sérstakra norrænna kvikmyndaverðlauna, á borð við verðlaunin í bókmenntum, tónlist og umhverfismálum, álítur norska þingkonan Berit Brørby (Verkamannaflokkurinn).

"- Þetta eiga að verða veigamikil verðlaun. Ég vona að þetta nái einkum til unga fólksins", segir Berit Brørby við Dagsavisen, og hún "... rökstyður óskina um kvikmyndaverðlaun með því að margvísleg kvikmyndaframleiðsla er nú norræn og teygir samstarfið sigí miklum mæli yfir landamærin milli Norðurlanda.

Þingmaðurinn úr Verkanmannaflokknum hefur þegar fengið stuðning við tillöguna um kvikmyndaverðlaun frá vinum sínum í Jafnaðarmannaflokkum annars staðar á Norðurlöndum. Í ljósi þessa á hún góða von um að aðrir þingflokkar hafi einnig í huga að styðja hugmyndina. Berit Brørby vísar til þess að Åse Kleveland sem er forstjóri sænsku kvikmyndastofnunarinnar hefur tjáð að Norðurlandaráð stofni til slíkra verðlauna", skrifar Dagsavisen/ANB.

Malið var ekki tekið til efnislegrar umfjöllunar á þingi Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn í lok októbermánaðar 2001. Jafnaðarmenn á Norðurlöndum hafa að loknu þinginu sett málið á döfina í formi svonefndrar þingmannstillögu. Þetta verður til umfjöllunar í menningarnefnd Norðurlandaráðs sem hyggst semja greinargerð. Hugsanlegt er að forsætisnefnd Norðurlandaráðs geri út um málið ef haft er í huga að langt er til næsta reglulega þings ráðsins.

Heimild: Dagsavisen/ANB - Norðurlandaráð


15.10.2001: Norðurlöndin geta hugsanlega starfað saman að fjármögnun framleiðslu á stafrænu efni

Suvi Lindén, menningarmálaráðherra, kynnti finnsku tillöguna um norrænan sjóð fyrir framleiðslu stafræns efnis við setningu ráðstefnunnar Norden Digitalt í Helsingfors. Norræna ráðherranefndin og menningarsjóðurinn hafa þegar í nokkur ár í einstökum tilvikum stutt stafræn verkefni. Lindén vonast þó eftir kerfisbundnara samstarfi.

Samnorrænt fjármögnunarfyrirkomulag getur stuðlað að myndun norræns heimamarkaðar fyrir stafrænu framleiðsluna. Tengslin milli fyrirtækja og fagmanna á Norðurlöndum geta skapað breiðari grunn fyrir framleiðslu og aukið alþjóðlega samkeppnishæfni okkar að sögn Lindén.

Lindén minnti á það að eitt tungumálasvæði og markaður af stærðargráðu eins og Norðurlöndin hafa alltaf þurft opinberar fjárfestingar í málum af þessari stærð. Hugsanlegt norrænt samstarf verður að hnýta nánari nettengsl einnig í evrópsku samhengi.

Heimild: MenntamálaráðuneytinuFara efst á síðuna