svane.jpg - 2932 Bytes Medier i Norden

Þriðja ársfjórðungsútgáfa 2001
  
    Aðalsíða - á íslensku | Safn: Ársfjórðungsleg útgáfa | Yfirlit   
  Efnisyfirlit

Danmörk   |  Finnland   |  Ísland   |   Noregur   |   Svíþjóð   |   Norðurlönd/alþjóðlegt

  Ársfjórðungsútgáfur á Medier i Norden
á íslensku eru til á netinu frá og með árinu 1998. Í þeim er að finna útdrátt á íslensku úr greinunum í Medier i Norden á skandinavísku: Resymé.

Öllum er frjálst að vitna í Medier i Norden ef heimildar er greinilega getið.

  Ritstjóri                                                  Ábyrgðarmaður
Terje Flisen (TF)                                      Søren Christensen, framkvæmdastjóri
Postboks 1726 Vika                                 Nordisk Ministerråd,
0121 Oslo, Norge                                     Store Strandstræde 18
Tlf. + 47 22 20 80 61                                DK-1255 København K., Danmark

Medier i Norden (áður Nordisk Medie Nyt) ISSN 1396-9331 ­ rafræn útgáfa.

 

Danmörk

24.9.2001: Ný Internet-gátt veitir aðgang að dönskum rannsóknarbókasöfnum

„Mjög spennandi verkefni, sem menningarmálaráðuneytið hefur samhæft. Það er von okkar allra að þetta verkefni skapi rannsóknarstarfi í Danmörku víðtæka möguleika. Og að þetta verði líka verkefni sem skipti danska menningu miklu máli”, sagði Johannes Lebech, starfandi menningarmálaráðherra þegar hann opnaði www.deff.dk.

Starfandi menningarmálaráðherra Lebech benti á að svo virðist sem netið bjóði upp á mikla þekkingu, en slíkt er engin trygging fyrir því að það sem finnst sé af miklum gæðum. Dönsku rannsóknarbókasöfnin geta á www.deff.dk boðið upp á samhæfða þróun heimilda á netinu.

Heimild: Menningarmálaráðuneytið


22.8.2001: Stafræna breytingin tryggir fleira fólki aðgang að danskri menningararfleifð

„Menning á breiðbandið” er fyrirsögn upplýsingatækniáætlunar dönsku ríkisstjórnarinnar á sviði menningar. Efla ber varðveisluaðgerðir um leið og menningararfleifðin er gerð aðgengileg fyrir fleiri.

„Forsenda þess að fá fleiri Dani til að nota netið er sú að til verði meira danskt efni í háum gæðaflokki sem menn sækjast eftir. Menningararfleifðin í breiðum skilningi á að draga Danina inn í upplýsingasamfélagið og gera þá færa í nýju tækninni,” Elsebeth Gerner Nielsen, menningarmálaráðherra samkvæmt fréttatilkynningu frá menningarmálaráðuneytinu.

Jafnframt kynnir menningarmálaráðherrann 16 tilteknar aðgerðir til almennrar eflingar upplýsingatækni. Meðal aðgerðanna er stuðningur við tölvuleiki (efla ber danskt framleiðsluumhverfi) og sölu á tónlist á netinu.

Heimild: Menningarmálaráðuneytið

Fara efst á síðuna
 

Finnland

5.9.2001: Í fjárlagafrumvarpinu fyrir 2002 er lögð aukin áhersla á menningu

„Fjárveitingar á verksviði menntamálaráðuneytisins nema á næsta ári 369,7 miljónum evra (um 2,2 milljarða finnskra marka), þ.e. 7 % meira en á fjárlögum þessa árs”, segir í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu.

„Forgangsatriði á þessu sviði er að bæta starfsaðstæður fyrirtækjanna í grunnþjónustu og auka grunnfjárfestingu fyrir háskólana, efla rannsóknir innan hvers geira, leggja áherslu á framleiðsluverkefni með innihaldi fyrir upplýsingasamfélagið, auka svæðisbundnar aðgerðir, efla nýbreytni, benda á tengsl atvinnulífsins við menntakerfið, auka möguleikana á að nota þjónustu á sviði menningar, íþrótta og æskulýðsstarfs, varðveita menningararfleifðina og breyta efni úr menningararfleifðinni á stafrænt form, styðja barnamenningu, bæta lífskjör ungs fólks og forsendur til að bjarga sér í lífinu m.a. með fíknivörnum, að efla starfsemi samborgara og vinna gegn fíkniefnum”.

Í fréttatilkynningunni er þess einnig getið að lögð er til fjárveiting að fjárhæð 3 milljóna finnskra marka til þróunar kvikmynda fyrir börn.

Heimild: Menntamálaráðuneytinu


27.8.2001: Rásmerki fyrir almennar stafrænar sjónvarpssendingar í Finnlandi

Finnar hafa getað valið milli 12 stafrænna rása frá 27. ágúst. Þetta á annars vegar við stafrænar útsendingar sem eru sendar út samhliða flaumrænu rásunum, hins vegar átta nýjar rásir, segir YLE.

Olli-Pekka Heinonen, samgönguráðherra leggur í fréttatilkynningu áherslu á mikilvægi þess að alls staðar séu notaðir opnir staðlar. Þetta tryggir að hægt sé að bæta við nýrri þjónustu. Nokkrum vikum áður en átti opinberlega að taka í notkun stafrænar sendingar í Finnlandi hafði bara fimmti hver Finni velt fyrir sér að kaupa stafrænt sjónvarp eða móttökueiningu (digibox) sem tengja má við venjulegt sjónvarpstæki, segir Aktuellt - Text-TV.

Rannsókn á vegum Gallup í Finnlandi leiðir engu að síður í ljós að Finnar eru vel upplýstir um það hvað felist í fyrstu skrefum stafræns sjónvarps. „97 prósent af þeim 1000 sem spurðir voru vita hvað stafrænt sjónvarp og digibox er”, segir Aktuellt - Text-TV, en þar segir einnig að „áhuginn á að koma sér upp loftnetum fyrir nýju stafrænu sjónvarpsendingarnar sýnist vægur. Einungis á höfuðborgarsvæðinu er nokkurra mánaða biðtími eftir uppsetningu loftnets.

Ein ástæða þess hve hægt menn fara sér í upphafi er talin vera að stafræn sjónvarpstæki eru fyrst nú að koma á markað”.

Heimild: Aktuellt - Text-TV/YLE/samgönguráðuneytið

Fara efst á síðuna
 

Ísland

6.9.2001: Selja á 49 prósent hlutafjár í Landssímanum

Landssíminn sem er í eigu íslenska ríkisins hefur boðað sölu 49 prósenta hlutafjár fyrir áramót, segir í Daily News from Iceland. Lægsta gengið á hlutabréfunum verður ISK 5,75 sem samsvarar 0,05 bandaríkjadölum. Að sögn PriceWaterhouseCoopers í Lundunum er verðmæti fyrirtækisins 40,6 milljarðar íslenskra króna, eða 406 miljónir bandaríkjadala.

Morgunblaðið hefur eftir Daily News from Iceland að fjármálaráðgjafar og stjórnarandstöðuþingmenn álíti að áætlað verð sé óraunverulega hátt.

Heimild: Daily News from Iceland

10.8.2001: Einkavæðing RÚV að hluta?

Björn Bjarnason, menntamálaráðherra álítur að sögn Daily News from Iceland að það yrði til hagsbóta fyrir almenningsútvarpsstöðina RÚV að einkaaðilar yrðu meðal eigenda auk ríkisins. Gera ætti RÚV að hlutafélagi, að áliti Björns Bjarnasonar, segir í Daily News from Iceland, sem vísar í umsagnir menntamálaráðherra á nýlegri fjölmiðlaráðstefnu á Íslandi.

Björn bendir á að fleiri almenningsútvarpsstöðvar í eigu ríkisins eru sjálfstæð fyrirtæki. Hann nefndi einnig að ef RÚV ætti að hverfa af auglýsingamarkaðnum (félagið er fjármagnað að hluta til með auglýsingum) mundi aðeins vera eitt fyrirtæki eftir sem sendir á tíðninni VHF111, sem er Norðurljós en það fyrirtæki á sjónvarpsstöðvarnar Stöð 2 og Sýn. Sjónvarpsloftnet fólks eru stillt á þessa tíðni sagði Björn Bjarnason. Þetta hefur komið í veg fyrir samkeppni af hálfu annarra sjónvarpsfélaga.

Heimild: Daily News from Iceland

Fara efst á síðuna
 

Noregur

28.9.2001: Ríkisstjórnin óskar að varðveita og efla fjölmiðlastyrkinn

Fjölmiðlastyrkurinn var meginviðfangsefnið þegar Ellen Horn menningarmálaráðherra flutti Stórþingi skýrslu um fjölmiðlamál „Í þágu tjáningarfrelsisins”. Menningarmálaráðherra benti á að Norðmenn er meðal ötullustu lesenda dagblaða í heiminum og þannig vill ríkisstjórnin að þetta verði áfram.

„Við viljum færa fjölmiðlastyrkinn á hærra plan en áður og minnstu dagblöðin fá sérstaka aukningu. Þetta er mikilvægt vegna lýðræðisins á hverjum stað. Við leggjum einnig til skipulag um stuðning til stofnunar dagblaða, og dagblöðin skulu áfram vera laus við virðisaukaskattinn, segir Ellen Horn menningarmálaráðherra samkvæmt fréttatilkynningu frá menningarmálaráðuneytinu.

„Þessi tilkynning fylgir eftir greinargerð fjölmiðlanefndarinnar, vekur máls á atriðum varðandi eignarhald á fjölmiðlunum og þeim aðstæðum sem NRK stendur frammi fyrir vegna hinnar stafrænu þróunar.

Markmiðið með stýringu á eignarhaldi á fjölmiðlunum er að tryggja margbreytni norskra fjölmiðla. Ríkisstjórnin leggur ekki til neinar breytingar varðandi stýringu á eignarhaldinu í Noregi en álítur að opna verði umræðu um málið. Ríkisstjórnin styður lögleiðingu lögmálanna í Redaktørplakaten ef Stórþingið samþykkir á næsta þingi ákvæði í stjórnarskránni um tjáningarfrelsi sem opnar fyrir þetta”, segir í fréttatilkynningu.

. Heimild: Menningarmálaráðuneytið


24.9.2001: Sjónvarpsefni sem getur orðið börnum til tjóns skal ekki sent út fyrir kl 21.00

„Sjónvarpsefni sem getur orðið börnum til tjóns skal ekki sent út fyrir kl 21.00 ­ hin svonefndu vatnaskil”, segir í fréttatilkynningu frá menningarmálaráðuneytinu. Útvarpsreglugerðinni hefur verið breytt með gildistöku frá 1. október 2001, en það er liður í starfinu að því að koma sjónvarpstilskipun EES-samningsins í framkvæmd.

„Þegar slíku efni (sem getur skaðað börn, aths. ritstj.) er sjónvarpað í ólæstri dagskrá skal annað hvort varað við því fyrir útsendingu eða merkja það með tákni á meðan á útsendingu stendur”, segir í tilkynningunni.

„Bannið við að sjónvarpa slíku efni fyrir kl. 2100 skal ekki eiga við um fréttir og fréttatengt efni. Almennt bann er við þáttum sem innihalda efni sem getur skaðað alvarlega líkamlegan eða andlegan þroska yngri barna. Slíkum þáttum skal ekki heimilt að sjónvarpa yfirleitt. Það á við um m.a. ólöglegt klám og gróft ofbeldi sem að öllu jöfnu er refsivert samkvæmt lögum. Fjölmiðlastofnun ríkisins sér um framkvæmd reglnanna”.

Heimild: Menningarmálaráðuneytið

Fara efst á síðuna
 

Svíþjóð

27.9.2001: Svíþjóð hlýtur heiður í Bandaríkjunum vegna starfs gegn auglýsingum sem beint er til barna

„Sænska sendiráðið í Washington hefur nú tekið á móti viðurkenningu ríkisstjórnarinnar vegna starfsins innan ESB gegn auglýsingum sem beint er til barna”, segir í fréttatilkynningu frá menningarmálaráðuneytinu.

„Það er SCEC (Stop Commercial Exploitation of Children), bandarísk regnhlífasamtök nokkurra félaga á sviði t.d. barnaumönnunar, heilsugæslu og skólahalds, veitir Svíþjóð þessa viðurkenningu. - Að auka og verja réttindi barna, þar á meðal réttindi til að verða ekki fyrir fjárhagslegri misnotkun, er mikilvægur hluti af starfi ríkisstjórnarinnar. Það er ánægjulegt að þessu starfi skuli sýnd athygli, segja Ingela Thalén, barnamálaráðherra og Marita Ulvskog, menningarmálaráðherra í athugasemd”.

Heimild: Menningarmálaráðuneytið


20.9.2001: Varðveislustöð fyrir heimildamyndir og þróun fjölmiðlastyrkja er meðal þess sem lagt er til í fjárlögum vegna menningarmála fyrir 2002

Lagt er til að fjárlög ríkisstjórnarinnar vegna menningarmála verði aukin um 200 miljónir sænskra króna, til viðbótar almennri hækkun vísitölu. „160 miljónir eiga að fara til eflingar m.a. leikhúsa, safna og menningarminjagæslu. 40 miljónir fyrir varanlegan vettvang fyrir Lifandi sögu verða veittar frá árinu 2003”, segir í fréttatilkynningu menningarmálaráðuneytisins um fjárlagafrumvarpið.

Boðuð er m.a. lækkun á virðisaukaskatti á bókum og tímaritum og aðgerðir í því skyni að hvetja börn og ungmenni til að lesa meira. Annars er upplýst að „10 milljónum króna verði varið til að koma á stofn miðstöð til varðveislu heimildarkvikmynda í Grängesberg. Aðgerðir á sviði menningarumhverfismála ná m.a. til nýs menningargarðs og varðveislu menningararfleifðar iðnaðarsamfélagsins.

Á sviði fjölmiðlunar er varið annars vegar 15 milljónum sænskra króna til þróunaraðstoðar innan ramma fjölmiðlastyrksins, hins vegar 15 milljónum í sérstaka aðstoð vegna útburðar á laugardögum í dreifbýli”, segir m.a. í fréttatilkynningu.

Heimild: Menningarmálaráðuneytið

Fara efst á síðuna
 

Norðurlönd/alþjóðlegt

28.9.2001: Norðurlöndin eiga að þróa upplýsingasamfélagið

Norrænu „upplýsingatækniráðherrarnir” hafa á fyrsta fundi sínum í Norrænu ráðherranefndinni látið í ljós þá skoðun að allir sem búa á Norðurlöndum skuli hafa jafna möguleika til þess að verða hluti af upplýsingasamfélaginu, segir í fréttatilkynningu frá ráðherranefndinni.

„Norðurlöndin mega ekki verða stafrænt tvískipt svæði þar sem íbúum er skipt í hóp A og B í upplýsingasamfélaginu. Í því skyni að mæla og fylgja þróuninni hafa norrænu `upplýsingatækniráðherranir` samþykkt að hefja samstarf við hagstofur Norðurlandanna til þess að gefa út rit sem á í tölfræðilegu tilliti að varpa ljósi á samfélagslegar upplýsingatækninnar”, segir ennfremur.

„Í samanburði við önnur svæði í heiminum eru Norðurlönd ofarlega á baugi hvað varðar notkun upplýsinga og samskiptatækni. Engu að síður álíta þeir ráðherrar sem ábyrgð bera á þróun upplýsingasamfélagsins að mikilvægast sé að hafa meðvitaða stefnu þannig að fleiri geti tileinkað sér þekkingu og nýtt kosti upplýsingasamfélagsins”, segir m.a. í fréttatilkynningu.

Ráðherrarnir álíta að aukinn aðgangur að netinu, aukinn aðgangur að háhraðabreiðbandi, hert öryggi í upplýsingatækni og betri kjör fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki til að nýta möguleikana sé meðal þess sem vinna verður áfram með.

Heimild: Norræna ráðherranefndin


27.9.2001: Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur samþykkt tilkynningu um framtíðina í hljóð- og myndefnamálum í Evrópu

Í fréttatilkynningu frá framkvæmdastjórn ESB er bent á að hljóð- og myndefnageirinn sé mikilvæg grein, sem skipti menningarlega miklu máli og gefi möguleika á að skapa velferð og atvinnu. „Samt er þessi geiri enn í Evrópu að kljást við vandræði sem draga úr frelsi kvikmynda og annars hljóð- og myndefnis til flutnings milli staða”, segir í fréttatilkynningunni.

„Í þeirri tilkynningu sem framkvæmdastjórnin var að enda við að samþykkja að tillögu Viviane Reding, sem framkvæmdastjóri um menningarmál og hljóð- og myndefni, með stuðningi frá Mario Monti, sem er framkvæmdastjóri um samkeppni, eru þessi vandræði greind, og lagt er til hvernig megi komast yfir þau.

Í tilkynningunni er ennfremur séð um betra réttaröryggi innan kvikmyndahúsageirans með skýringu á þeim skilmálum, sem framkvæmdastjórnin hefur nýtt þegar farið hefur verið yfir styrkjafyrirkomulag í landinu fyrir kvikmynda. Tilgangurinn með því er að gæta þess að skipulagið sé í samræmi við ákvæði sáttmalans um stuðning ríkisins”, segir m.a. í fréttatilkynningu.

Heimild: Framkvæmdastjórnin ESBFara efst á síðuna