svane.jpg - 2932 Bytes Medier i Norden

Fyrsta ársfjórðungsútgáfa 2001
  
    Aðalsíða - á íslensku | Safn: Ársfjórðungsleg útgáfa | Yfirlit   
  Efnisyfirlit

Danmörk   |  Finnland   |   Noregur   |   Svíþjóð   |   Norðurlönd   |   Alþjóðlegt

  Ársfjórðungsútgáfur á Medier i Norden
á íslensku eru til á netinu frá og með árinu 1998. Í þeim er að finna útdrátt á íslensku úr greinunum í Medier i Norden á skandinavísku: Resymé.

Öllum er frjálst að vitna í Medier i Norden ef heimildar er greinilega getið.

  Ritstjóri                                                  Ábyrgðarmaður
Terje Flisen (TF)                                      Søren Christensen, framkvæmdastjóri
Postboks 1726 Vika                                 Nordisk Ministerråd,
0121 Oslo, Norge                                     Store Strandstræde 18
Tlf. + 47 22 20 80 61                                DK-1255 København K., Danmark

Medier i Norden (áður Nordisk Medie Nyt) ISSN 1396-9331 ­ rafræn útgáfa.

 

Danmörk

27.3.2001: Fjórða útvarpsrásin sem nær til alls landsins í hendur DR

Útvarps- og sjónvarpsnefndin hefur ákveðið að DR skuli fá fjórðu útvarpsrásina sem nær til alls landsins. Alls bárust sex umsóknir um að reka þessa rás.

,,Samkvæmt útboðinu á rásin að vera útfærð almenningsþjónustumiðuð rás með klassiska tónlist, að viðbættri kynningu á rytmískri músik, djassi og danskri tónlist, menningarþætti, samfélags- og umræðuþætti", segir í fréttabréfi DR.

Dagblaðahópurinn, sem í er Det Berlingske Officin, Politiken og Jyllands-Posten, vill ekki taka þátt í slagnum um fimmtu rásina, þótt formaður útvarpsnefndarinnar álíti að hópurinn hafi góða möguleika á að fá hana, segir Berlingske Tidende.

Heimild: Fréttabréf DR/Berlingske Tidende


15.3.2001: 2000 gott bíóár

10,7 miljónir heimsóknir í kvikmyndahús var niðurstaðan árið 2000, samkvæmt tölum frá dönsku hagstofunni, upplýsir Danska kvikmyndastofnunin. Árið var betra en meðaltalið fyrir 1995-99, en samt voru næstum fjórðungi úr miljón færri kvikmyndahúsagestir en árið 1999.

,,Danskar kvikmyndir stóðu sig vel með 2,05 miljónir selda miða þrátt fyrir að fyrsta hálfa árið ylli vonbrigðum þar sem aðeins voru seldir 465.000 miðar", segir í tilkynningunni frá Dönsku kvikmyndastofnuninni.

,,Miðað við 1999 þegar miðasalan á danskar myndir náði metfjöldanum 3,0 miljónir er um að ræða mikla fækkun, en annars er árangurinn góður: Á undanförnum áratug hefur það aðeins gerst þrisvar að seldar hafi verið fleiri en 2 miljónir miða á danskar kvikmyndir" segir í tilkynningunni, þar sem vísað er til metsölulista yfir 20 kvikmyndir for 2000 og tölulegra upplýsinga fyrir tímabilið 1980-2000.

Heimild: Danska kvikmyndastofnunin

Fara efst á síðuna
 

Finnland

16.3.2001: YLE stefnir að stafrænu hljóðvarpssafni

Stafrænt hljóðvarpssafn YLE verður það fyrsta sinnar tegundar og er ætlað til varanlegrar stafrænnar geymslu í stórum mælikvarða, segir í fréttatilkynningu frá félaginu. Verkefnið var sett í gang 8. mars sl. og er byggt á Enterprise Content Management kerfinu frá Tecmath AGs sem hlotið hefur verðlaun.

Markmiðið er að gera bæði fréttir sem eru á döfinni og söguleg hljóðvarpssöfn aðgengileg til notkunar fyrir starfsmenn og utanaðkomandi notendur. Söfn almenningsþjónustufélagsins YLE eru hljóð- og sjónminni Finnlands segir í fréttatilkynningunni frá YLE.

Heimild: YLE


16.2.2001: Stafrænar sjónvarpssendingar hefjast samkvæmt áætlun

Stafrænar sjónvarpssendingar hefjast samkvæmt áætlun 27. ágúst 2001, en það gerist stig af stigi, að sögn Olli-Pekka Heinonen samgönguráðherra á frétttamannafundi í Helsinki 16. febrúar sl.

,,Vissri gagnrýni hefur verið beint að þeirri staðreynd að stafrænar sendingar séu hafnar án þess að nægilegur stafrænn búnaður sé á markaðnum, m.a. hin svonefndu ,,set-top-box". Að mati sumra ætti því að skjóta öllu á frest" segir FNB/Textavarp/Aktuellt.

,,Samkvæmt könnun sem samgönguráðuneytið lét gera koma stafrænu móttökutækin til með að vera að finna í verslunum síðla hausts. Framboðið á stafrænum sjónvarpsþáttum er í upphafi takmarkað.

Olli-Pekka Heinonen, samgönguráðherra, getur ekki lýst því nákvæmlega hvað upphaf stafræns sjónvarps stig af stigi felur í sér, en hann dregur ,,sanngjörn mörk".

,,Fjölgun þátta ræðst af auglýsingatekjum rásanna, sem fyrir sitt leyti ráðast af vilja áhorfenda til að verða sér úti um stafrænan búnað. Sá vilji ræðst af því sem áhorfendur fá og á hvaða verði.

Margvísleg stafræn viðbótarþjónusta er í boði sem varðar gagnvirkni og Internet í sjónvarpi . Sá sem vill allan pakkan verður að greiða fleiri þúsund finnsk mörk en sá sem lætur sér nægja að fá fleiri rásir getur orðið sér úti um ódýrara stafrænt box.

Ein hinna fimm stafrænu rása útvarpsins verður eingöngu á sænsku og hefur starfsemi samkvæmt áætlun 27. ágúst, að sögn Leif Jakobsson, dagskrárstjóra við finnsk-sænska sjónvarpið (FST).

Upphaf stafræns sjónvarps stig af stigi snertir ekki FST þótt dagskrárframboið verði hugsanlega öðruvísi í upphafi. Framboð FST verður aukið á næstu þrem árum, en við hefjumst handa með skipulagt dagskrárframboð, segir Jakobsson að sögn FNB/Textavarps/Aktuellt.

Heimild: FNB/Textavarp/Aktuellt

Fara efst á síðuna
 

Noregur

29.3.2001: Nýtt útboð á einkaleyfi á auglýsingafjármögnuðu sjónvarpi sem nær til alls landsins

Einkaleyfi til þess að reka auglýsingafjármagnað sjónvarp, sem er í höndum TV 2 í dag, er boðið út á ný. Umsóknarfrestur er til 30. maí nk.

,,Einkaleyfinu verður úthlutað á árinu 2001 og gildir í 7 ár frá 1. janúar 2003. Skilmálinn um staðsetningu aðalskrifstofu og miðlæga fréttastofu rásarinnar í Bergen verður áfram við lýði", segir í fréttatilkynningu frá menningarmálaráðuneytinu.

,,Við gerum kröfur um gott og fjölbreytt dagskrárframboð. Þetta á að vera norsk gæðaframleiðsla, fréttir og fréttatengt efni, leiklist og skemmtiefni, barnaefni og þættir á samísku. Með þessum hætti beinum við athyglinni að áhorfendum þegar úthluta á nýju einkaleyfi fyrir auglýsingafjármögnuðu sjónvarpi sem nær til alls landsins", segir Ellen Horn mennningarmálaráðherra í tengslum við útboðið.

,,Áhersla hefur verið lögð á þrennt í meðferð ríkisstjórnarinnar á einkaleyfismálinu:

- Að tryggja fólki gæðasjónvarp.
- Greiða ber fyrir einkaleyfið vegna þess að það er mjög verðmætt. - 25 miljónir norskra króna eiga árlega að ganga til kvikmynda- og sjónvarpsmála.

Einkaleyfishafinn skal greiða 150 miljónir krónur þegar einkaleyfinu er úthlutað. Til viðbótar kemur svo gjald sem ræðst af tekjum," segir meðal annars í fréttatilkynningunni.

Heimild: Menningarmálaráðuneytið


29.3.2001: Langtímaáætlun ríkisstjórnarinnar tryggir grundvöll fyrir aukinni áherslu á menningargeirann

Ríkisstjórnin hefur lagt fram langtímaáætlun fyrir tímabilið 2002 - 2005. Fyrir menningargeirann felur áætlunin í sér grunn að markvissri stefnumótun, segir Ellen Horn mennningarmálaráðherra í fréttatilkynningu. Í fréttatilkynningunni er því haldið fram að óháðir fjölmiðlar séu meginvettvangur samfélagsins fyrir skoðanaskipti og menningarmiðlun. Í því samhengi er bent á að staðarblöðin hafi mikilvægu hlutverki að gegna í því að tryggja staðarlýðræðið.

Í fréttatilkynningunni segir: ,,Markmið ríkisstjórnarinnar er að sterk staða NRK sem almenningsútvarp skuli haldast, einnig á stafrænni öld. Tryggja verður gott framboð á norskframleiddu fræðslu- og skemmtiefni í gegnum fjölmiðla, en það er einkum áríðandi varðandi þætti fyrir börn og unglinga. Norsk tunga á í vök að verjast í þekkingarsamfélaginu. Ríkisstjórnin vill stuðla að rannsóknum, þróun og aðlögun samskipta- og upplýsingaafurða að norskri tungu.

Opinber stuðningur við kvikmyndaframleiðslu er nauðsynlegur ef takast á að varðveita eigin kvikmyndaframleiðslu. Ríkisstjórnin vinnur að víðtækri endurskipulagningu og aukningu á skilvirkni kvikmyndastyrkja og stjórnunar þeirra.

Markmiðið er kvikmyndir sem höfða meira til áhorfenda, jafnframt því sem hugað er að tilraunastarfsemi og listrænu gildi. Samfella í evrópsku kvikmyndastarfi er einnig mikilvæg", segir í fréttatilkynningunni.

Heimild: : Menningarmálaráðuneytið

Fara efst á síðuna
 

Svíþjóð

22.3.2001: Almenningsþjónustutillagan Útvarp og sjónvarp í þjónustu almennings 2002-2005 kynnt

Í almenningsþjónustutillögunni sem lögð var fram 22. mars er lögð til skýrari viðmiðun for dagskrárstarfsemina hjá sænska útvarpinu, sænska sjónvarpinu og fræðsluvarpi Svíþjóðar á næstu fjórum árum.

Fjárhagslega umgjörðin er einnig skýrar afmörkuð, segir í fréttatilkynningunni fra menningarmálaráðuneytinu; með tveggja prósenta aukningu á ári og til viðbótar einn miljarð sænskra króna sem skiptist á félögin á fjögurra ára tímabili.

,,Árið 2002 er lagt til að SVT, UR og SR fái samtals í sinn hlut 6.265 miljónir sænskra króna.

Allir flokkar á þingi styðja viðmiðunina fyrir dagskrárstarfsemina. Fjármögnunartillagan fær stuðning jafnaðarmanna, vinnstriflokksins og umhverfisflokksins," segir m.a. í fréttatilkynningunni.

Heimild: Menningarmálaráðuneytið

Fara efst á síðuna
 

Norðurlönd

8.3.2001: Samningur gerður um samnorrænan staðal fyrir stafrænt sjónvarp

Norrænu sjónvarps- og fjarskiptafélögin sem eru aðilar að samtökunum Nordig gengu 6. mars sl. frá samningi sem felur í sér að frá því haustið 2002 verður sameiginlegur staðall fyrir sendingu stafræns sjónvarps á Norðurlöndum, segir NRK.

,,Samningurinn þýðir að taka megi upp tæknina fyrr og með ódýrari hætti. Samningurinn felur í sér að sjónvarpsáhorfendur geti bjargað sér með stafrænt box í framtíðinni, í stað fleiri fyrir mismunandi gervihnattarekendur eins og nú er. Í dag er sjónvarpsmerkið sótt annað hvort um gervihnött, kapalkerfi eða sjónvarpsloftnet á vegg eða þaki. Þegar flaumrænt (analog) sjónvarp leggst af verða allir að hafa afruglara sem getur tekið við merkjunum" segir á vefsetri NRK.

,,Þetta eru umskipti í viðræðunum í NorDig, som m.a. DR tók frumkvæði að í 1997", segir í rafrænu fréttabréfi DR.

,,Samningurinn felur í sér skipti í nýja kerfið, DVB-MHP (Digital Video Broadcasting-Multimedia Home Platform), sem á að vera lokið í lok ársins 2005. Í millitíðinni hafa aðilar NorDig skuldbundið sig til að mæla með og framleiða samkvæmt þessum sameiginlega staðli, DVB-MHP.

NorDig er samtök flestra stórra aðila á Norðurlöndum á sviði sjónvarpsframleiðslu, fjarskipta og rekstraraðilar sem starfa við stafrænt sjónvarp.

Frá upphafi hefur það verið markmið NorDigs að ná fram þessari ákvörðun sem nú hefur verið tekin þar sem hún komi til með að örva þróun efnis í stafrænu sjónvarpi. Nýja kerfið DVB-MHP kemur auk þess til með að örva samruna stafræns sjónvarps og Internetsins og í heild að koma á staðli, sem veitir einstökum notendum meiri yfirsýn yfir markaðinn", segir í fréttabréfi DR.

Heimild: NRK/DR

Fara efst á síðuna
 

Alþjóðlegt

28.3.2001: Mennningarmálaráðherra Svía er uggandi vegna skilnings framkvæmdastjórnar ESB á almenningsþjónustu

,,- Það veldur ugg að framkvæmdastjórn ESB virðist telja útvarp og sjónvarp í þjónustu almennings vera starfsemi sem nýtur takmarkaðs fjárhagslegs áhuga. Okkur er almenningsþjónusta eitthvað allt annað og miklu stærra: Starfsemi sem hlýtur almenna athygli" sagði mennningarmálaráðherra Svía Marita Ulvskog á fréttamannafundi EBU (European Broadcasting Union) í Brussel. Efnisþátturinn var ,,Public service in e-Europe".

Í fréttatilkynningu frá Menningarmálaráðuneytinus sænska segir að ,,... framkvæmdastjórn ESB hafi tilkynnt að innan skamms komi hún til með að kynna greinargerð um hvernig hún hyggst framvegis taka á málum varðandi almenningsþjónustu.

Ég get fullvissað ykkur um að við undir formennsku Svía komum til með að fylgja þessu mjög nákvæmlega eftir. Við búum okkur undir pólítiska umræðu um málið í menningarmálaráðherraráðinu síðar í vor", sagði mennningarmálaráðherrann samkvæmt fréttatilkynningunni.

Heimild: Sænska menningarmálaráðuneytiðFara efst á síðuna